Home Fréttir Í fréttum Fyrsta skóflustungan að Dýrafjarðargöngum um helgina

Fyrsta skóflustungan að Dýrafjarðargöngum um helgina

79
0
Gangamunninn Arnarfjarðarmegin verður skammt frá Mjólkárvirkjun. Mynd: GRAFÍK/VEGAGERÐIN.

Jón Gunnarsson samgönguráðherra tekur þann 13.maí fyrstu skóflustunguna að Dýrafjarðargöngum.

<>

Af því tilefni verður boðað til málstofu um vegamál á Hrafnseyri við Arnarfjörð sama dag frá klukkan 13-15:30 og verður fyrsta skóflustungan tekin í kjölfarið við hátíðlega athöfn klukkan 16 við fyrirhugaðan gangamunna í landi Rauðsstaða skammt frá Mjólkárvirkjun.

Á málstofunni verða haldnir fyrirlestrar um vegamál á Vestfjörðum þar sem fjallað verður um væntanleg Dýrafjarðargöng, verkáætlun þeirra og hverjar helstu áskoranir kunna að verða, þá verður fjallað um stöðu mála á Dynjandisheiði, sem og fyrirhugaða veglagningu um Teigskóg. Þá verða pallborðsumræður, þar sem Hreinn Haraldsson vegamálstjóri, Jón Gunnarsson samgönguráðherra og fulltrúar Ísafjarðarbæjar og Vesturbyggðar taka til máls og sitja fyrir svörum. Boðið verður upp á kaffiveitingar áður en haldið verður yfir í land Rauðsstaða og eru allir velkomnir.

Dagskrá

13:00 setning

13.05 -14.00 Fyrilestrar um vegamál á vestfj

  • Dýrafjarðargöng , samanb- önnur göng verkáætlun, áskoranir
  • Dynjandisheiði staða mála
  • Um Teigsskóg staða málsins, sýn Vegagerðarinnar nú
  • Spurningar

14:00 Umræður um erindi og vegamál almennt

14:10 – 14:40 Fulltrúar sveitarfélaga sem óska flytja 5 mín ávarp, ekki þó þeirra sem eru við pallborð.

14:40 – 15:20 Umræður pallborð: Vegamálstjóri, ráðherra og tveir fulltrúar sveitarfélaga, Ísafjarðarbæjar og Vesturbyggðar. Fyrst stutt ávarp þeirra sem eru við pallborðið

15:20 til 15:40 Kaffi

Fyrsta Skóflustunga

15.40 -16: 00 Farið að Rauðsstöðum (gangamunna)

16:00-17:00 Athöfn við gangamunna við Rauðsstaði

Ávarp samgönguráðherra

Undirritun samnings við eftirlit með gerð ganganna ( ef veður leyfir.)

Ráðherra / Suðurverk tekur fyrsta skóflustunga að forskeringu við gangamunna

Veitingar úti við Rauðsstaði

Heimild: Vesturbyggð.is