F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í verkið:
Miklabraut Rauðarárstígur – Langahlíð. Strætórein, stígar og hljóðvarnir. Útboð nr. 13921.
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá og með þriðjudeginum 14. mars 2017 2017 á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is
Nauðsynlegt er að nota Internet Explorer.
Finna má leiðbeiningu um nýskráningu fyrirtækja á vefslóðinni http://reykjavik.is/utbodsauglysingar.
Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella „New supplier registration“ og fylgja leiðbeiningum á skjá.
Vakin er athygi á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en: kl. 10:00 miðvikudaginn 29. mars 2017.
Lauslegt yfirlit yfir verkið.
Verkið felst í gerð strætóreinar á Miklubraut til austurs milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar. Hliðra þarf akreinum og miðeyju til norðurs í átt að Klambratúni. Göngu- og hjólastígar verða lagðir meðfram Klambratúni. Hljóðvistarveggir verða reistir meðfram Miklubraut. Veggurinn verður úr grjótkörfum að norðanverðu en steyptur að sunnanverðu. Gróðri verður plantað meðfram Klambratúni og í miðeyju. Gert verður hellu- og steinlagt torg við Reykjahlíð í húsagötu Miklubrautar. Strætóbiðstöðvar verða endurnýjaðar.
Lokaskiladagur er 15. október 2017.
Helstu magntölur:
Upprif á föstu yfirborði 3.215 m²
Uppgröftur 4.845 m³
Malarfylling 3.475 m³
Fráveita, stofnlögn 410 m
Ný niðurföll 45 stk.
Vatnlögn, ø180mm 350 m
Raflagnir 1.775 m
Götulýsing, ljóstastaurar, færsla 22 stk
Götulýsing, ljóstastaurar, viðbót 10 stk
Stíglýsing, ný 2 stk
Umferðarljós, færsla 1 heild
Kantsteinn 1925 m
Malbik rautt 1030 m²
Malbik svart 6395 m²
Grjótkörfur 670 m²
Steyptur hljóðveggur, hraunaður 295 m
Stéttar og steinlagnir 1500 m²
Þökulögn 2400 m²
Skilti, umferðarhraðavaraskilti 1 stk
Skilti, niðurtekt og uppsetning 19 stk
Skilti, ný 14 stk
Vegrið – nýtt, endurnýjað 190 m
Járngirðing, ný 120 m
Yfirborðsmerkingar sprautumössun 2185 m
Yfirborðsmerkingar mössun 72 m²