Home Fréttir Í fréttum Skólalóðir í Reykjavík endurgerðar fyrir 425 milljónir

Skólalóðir í Reykjavík endurgerðar fyrir 425 milljónir

124
0

Borgarráð samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að bjóða út framkvæmdir við endurgerð og lagfæringar á lóðum sex skóla á höfuðborgarsvæðinu; fjögurra grunnskóla og tveggja leikskóla. Kostnaðaráætlun er 425 milljónir króna og stendur til að hefja framkvæmdir í maí næstkomandi og ljúka þeim í ágúst.

<>

Um er að ræða framkvæmdir við endurgerð og lagfæringar á lóðum við leikskólana Bakkaborg og Fálkaborg. Þá verða lóðir endurbættar við Fossvogsskóla, á báðum starfsstöðvum Háaleitisskóla, Brúarskóla og Melaskóla.

Heimild: DV.is