Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Jarðvinna vegna endurgerðar Fífilsgötu við Nýjan Landspítala

Jarðvinna vegna endurgerðar Fífilsgötu við Nýjan Landspítala

29
0
Mynd: NLSH.is

Framkvæmdir hófust við verkið “Fífilsgata – Hrafnsgata” í júní. Framkvæmdin felst í uppbyggingu Fífilsgötu í endanlega mynd með gönguleiðum og hjólaleiðum ásamt hluta af Hrafnsgötu.

Á verktíma mun umferð um svæðið breytast. Að sögn Ólafs M. Birgissonar, sviðsstjóra framkvæmdasviðs NLSH, var Fífilsgötu lokað þann 29. ágúst og verður lokuð fram í október.

Strætisvagnar munu því fara um Njarðargötu inn á gömlu Hringbraut meðan á framkvæmdum stendur.

Einnig verður akstri að Barnaspítala breytt tímabundið þegar líður á framkvæmdina (verður auglýst sérstaklega) sem felst í því að ekið verður inn að bílastæðum við Barnaspítala úr austri, neðan við Kvennadeildarhúsið.

Verkefnið felst jafnframt í að leggja nýjar fráveitu-, hita- og kaldavatnslagnir. Verklok eru fyrirhuguð um áramótin 2025/26.

Heimild: NLSH.is