Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Klasi vinnur að nýju hverfi á á Ártúnshöfða

Klasi vinnur að nýju hverfi á á Ártúnshöfða

27
0
Vinningstillaga Sen & Son og Hille Melbye arkitekta frá árinu 2022 að hönnun skrifstofubyggingar og menningarhúss við Krossamýrartorg. Endanleg hönnun bygginga og torgsins liggur ekki fyrir.

Bygging var rifin á horni Breið- og Stórhöfða fyrr í sumar, en húsið hafði staðið ónotað í nokkurn tíma síðan Einingaverksmiðjan var með starfsemi þar til ársins 2022. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar niðurrif stóðu yfir í sumar.

Mynd: Klasi

Nú vinnur Klasi með arkitektastofunum SEN & SON og THG ásamt Landslagi að hönnun um 300 íbúða, menningarhúss auk skrifstofu- og verslunarhúsnæðis sem reisa á við Stórhöfða á milli Breiðhöfða og Svarthöfða.

Mynd: Klasi

Krossamýrartorg verður fyrir framan menningarhúsið, þar verða verslanir, þjónusta, veitingar og Borgarlínan með skiptistöð. Svæðið er hluti verkefnis sem fengið hefur nafnið Borgarhöfði og er nýtt allt að 20.000 íbúa hverfi sem rís nú á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog.

Mynd: Klasi

Á Borgarhöfða er Klasi nú með 130 íbúðir í byggingu ásamt um 700 íbúðum og um 40 þús. fm. atvinnuhúsnæðis í hönnun og undirbúningi. Jafnframt er uppi hugmynd um byggingu hjúkrunarheimilis og íbúða fyrir 60+. Á þróunarsvæði Klasa eru nú einnig um 400 íbúðir í framkvæmdum á vegum nokkurra verktaka.

Mynd: Klasi

Klasi hefur átt í nánu samstarfi við Reykjavíkurborg og aðra hagsmunaaðila um skipulag Borgarhöfða síðan félagið hóf að fjárfesta á svæðinu fyrir um 20 árum. Hverfið kemur til með að bjóða upp á mikil lífsgæði, græn svæði, góðar samgöngur og verslanir, þjónustu og atvinnu í göngufæri.

Mynd: Klasi

Heimild: Facebooksíða Klasa