Home Fréttir Í fréttum Framfylgdu reglum gegn undirboði

Framfylgdu reglum gegn undirboði

125
0
Kís­il­mál­ver United Silicon tók form­lega til starfa um miðjan nóv­em­ber. Mynd: Mbl.is

United Silicon tryggði eftir fremsta magni að ekki yrði um undirboð verktaka að ræða sem ASÍ hafði sagt bera merki um undirboð.

United Silicon hf. segist hafa reynt að gera allt sem í valdi félagsins stóð til að tryggja að undirverktaki félagsins fylgdi reglum íslensk vinnumarkaðar.

Félagið vill koma þessu á framfæri vegna fréttaflutnings fjölmiðla um málefni undirverktakans Metal Mont sem Viðskiptablaðið fjallaði um í síðustu viku.

Sagði ASÍ tilboð um byggingu gashreinsistöðvar fyrirtækisins hafa borið einkenni þess að þar hafi farið fram gerviverktaka og undirboð á vinnumarkaði.

Höfðu frumkvæði að verktaki uppfyllti reglur

„United Silicon hf. lagði sig fram við að tryggja að undirverktakinn færi í einu og öllu að íslenskum lögum og allt væri gert samkvæmt kjarasamningum,“ segir í tilkynningu félagsins.

„United Silicon hf. hafði frumkvæði að því að undirverktakinn uppfyllti örugglega þær reglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði og fól lögmanni sínum að tryggja að samningarnir væru í lagi og svo var gert.

Vinnumálastofnun staðfesti að samningarnir væru í lagi

Í því sambandi voru ráðningarsamningar undirverktakans við starfsmenn sína sendir til Vinnumálastofnunar, sem staðfesti að samningarnir væru í lagi og launaákvæði þeirra uppfylltu kjarasamninga Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins, sem félagið er aðili að.

Eftir athugun Vinnumálastofnunar, sem fór fram á árinu 2015, gerði undirverktakinn nokkrar breytingar á ráðningarsamningum starfsmannanna sinna, svo þeir uppfylltu öll ákvæði íslenskra kjarasamninga.

United Silicon hf. gerði því allt, sem í valdi félagsins stóð, til að tryggja að undirverktakinn fylgdi öllum lögum og reglum á íslenskum vinnumarkaði.“

Heimild: Vb.is

Previous articleLokið við urðunarhólf á Blönduósi
Next articleNýjar lóðir í Hagahverfi á Akureyri