Frá því í lok sumars hefur ÍSTAK unnið við stækkun á sérstöku urðunarhólfi fyrir blandaðan úrgang á Norðurlandi. Í raun var um stækkun á 2. áfanga urðunarhólfs í Stekkjarvík að ræða. Verkkaupi er byggðasamlagið Norðurá bs en ÍSTAK sá um framkvæmdina.
Verkið gekk heilt yfir vel og kláraði ÍSTAK verkið rúmum tveimur vikum á undan áætlun. Áætluð verklok voru samkvæmt samningi 10. desember en lokaúttekt verksins fór fram þann 24.nóvember.
ÍSTAK sá um að grafa, forma og ganga frá urðunarhólfinu en það þjónar m.a. Norðurlandi og Vestfjörðum. Urðunarhólf 1 var við það að fyllast og sá ÍSTAK líka um tilfærslu efna úr hólfi. Búast má við að farið verði í frekari stækkanir á hólfinu í komandi framtíð eða eftir um 7-8 ár.
Heimild og myndir: Istak.is