Home Fréttir Í fréttum Lokið við urðunarhólf á Blönduósi

Lokið við urðunarhólf á Blönduósi

181
0

05-12-2016-urdunarholf1

<>

Frá því í lok sumars hefur ÍSTAK unnið við stækkun á sérstöku urðunarhólfi fyrir blandaðan úrgang á Norðurlandi. Í raun var um stækkun á 2. áfanga urðunarhólfs í Stekkjarvík að ræða. Verkkaupi er byggðasamlagið Norðurá bs en ÍSTAK sá um framkvæmdina.

05-12-2016-urdunarholf2

 

Verkið gekk heilt yfir vel og kláraði ÍSTAK verkið rúmum tveimur vikum á undan áætlun. Áætluð verklok voru samkvæmt samningi 10. desember en lokaúttekt verksins fór fram þann 24.nóvember.

05-12-2016-urdunarholf3

ÍSTAK sá um að grafa, forma og ganga frá urðunarhólfinu en það þjónar m.a. Norðurlandi og Vestfjörðum. Urðunarhólf 1 var við það að fyllast og sá ÍSTAK líka um tilfærslu efna úr hólfi. Búast má við að farið verði í frekari stækkanir á hólfinu í komandi framtíð eða eftir um 7-8 ár.

Heimild og myndir: Istak.is