Home Fréttir Í fréttum Hreppti verk­efni í útboði þó að fjár­hags­staðan væri óljós

Hreppti verk­efni í útboði þó að fjár­hags­staðan væri óljós

411
0
mbl.is/​Júlí­us Sig­ur­jóns­son

Kær­u­nefnd útboðsmá­la hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að bæj­ar­stjórn Seltjarn­ar­nes­bæj­ar hafi verið heim­ilt að ganga til samn­inga við verk­taka­fyr­ir­tækið LNS Sögu ehf. um bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­il­is í bæj­ar­fé­lag­inu.

<>

Nefnd­in kemst að þeirri niður­stöðu þrátt fyr­ir að fyr­ir hafi legið op­in­ber­lega árit­un óháðs end­ur­skoðanda LNS Sögu í árs­reikn­ingi fyr­ir árið 2015 um að eig­in­fjár­hlut­fall fé­lags­ins sé rétt ríf­lega 2%, rekst­ur þess „í járn­um“ og að veru­leg óvissa sé uppi um fjár­mögn­un fé­lags­ins sem aft­ur geti „haft veru­leg áhrif á rekstr­ar­hæfi fé­lags­ins og þar af leiðandi getu þess til að inn­leysa eign­ir og gera upp skuld­ir við eðli­leg rekstr­ar­skil­yrði.“

Í frétta­skýr­ingu um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að bæj­ar­fé­lagið tók ákvörðun um að ganga að til­boðinu þrátt fyr­ir að í útboðsskil­mál­um, sem tóku til hæf­is bjóðenda, væri kveðið á um að fé­lagið gæti fram­vísað árs­reikn­ingi fyr­ir árið 2014, eða árs­hluta­reikn­ing­um fyr­ir síðasta eða næst­síðasta árs­hluta 2015, þar sem end­ur­skoðandi staðfesti ann­ars veg­ar já­kvæða eig­in­fjár­stöðu bjóðanda og hins veg­ar að viðkom­andi reikn­ing­ur væri „án at­huga­semda um rekstr­ar­hæfi fé­lags­ins við skil á um­sókn.“