Home Fréttir Í fréttum Útboð Dýrfjarðarganga: Sjö geta boðið

Útboð Dýrfjarðarganga: Sjö geta boðið

58
0
Gangamunninn Arnarfjarðarmegin verður skammt frá Mjólkárvirkjun. Mynd: GRAFÍK/VEGAGERÐIN.

Sjö verktakafyrirtæki sóttu um að fá að taka þátt í forvali um útboð begna Dýrafjarðarganga, Vegagerðin auglýsti forval vegna útboðs Dýrafjarðarganga í maímánuði á Evrópska efnahagssvæðinu.

<>

Vegagerðin hefur farið yfir innsend fjárhagsgögn og önnur innsend gögn og uppfylltu allir sjö umsækjendur sett skilyrði. Meðal verktakanna eru aðilar íslenskir og erlendir sem stundað hafa jarðgangagerð hér á landi á síðustu árum, en einnig fyrirtæki frá Noregi og Danmörku sem ekki hafa unnið hér áður.

Vegagerðin áætlar að senda útboðsgögn til verktaka í næsta mánuði. Vegagerðin áætlar að samningar við lægstbjóðanda verði gerðir í upphafi næsta árs og framkvæmdir munu hefjast á næsta ári, einsog stefnt hefur verið að.

Þeir verktakar sem samþykktir voru í útboðið eru:
1. ÍAV hf., Íslandi og Marti Contractors Ltd., Sviss.
2. Ístak hf., Íslandi og Per Aarsleff A/S, Danmörku.
3. Metrostav a.s., Tékklandi og Suðurverk hf., Íslandi.
4. LNS Saga ehf., Íslandi og Leonhard Nilsen & Sønner AS, Noregi.
5. MT Höjgaard Iceland ehf., Íslandi og MT Höjgaard A/S, Danmörku.
6. C.M.C di Ravenna, Ítalíu.
7. Aldesa Construcciones, Spáni.

Heimild: Skutull.is