Sjö verktakafyrirtæki sóttu um að fá að taka þátt í forvali um útboð begna Dýrafjarðarganga, Vegagerðin auglýsti forval vegna útboðs Dýrafjarðarganga í maímánuði á Evrópska efnahagssvæðinu.
Vegagerðin hefur farið yfir innsend fjárhagsgögn og önnur innsend gögn og uppfylltu allir sjö umsækjendur sett skilyrði. Meðal verktakanna eru aðilar íslenskir og erlendir sem stundað hafa jarðgangagerð hér á landi á síðustu árum, en einnig fyrirtæki frá Noregi og Danmörku sem ekki hafa unnið hér áður.
Vegagerðin áætlar að senda útboðsgögn til verktaka í næsta mánuði. Vegagerðin áætlar að samningar við lægstbjóðanda verði gerðir í upphafi næsta árs og framkvæmdir munu hefjast á næsta ári, einsog stefnt hefur verið að.
Þeir verktakar sem samþykktir voru í útboðið eru:
1. ÍAV hf., Íslandi og Marti Contractors Ltd., Sviss.
2. Ístak hf., Íslandi og Per Aarsleff A/S, Danmörku.
3. Metrostav a.s., Tékklandi og Suðurverk hf., Íslandi.
4. LNS Saga ehf., Íslandi og Leonhard Nilsen & Sønner AS, Noregi.
5. MT Höjgaard Iceland ehf., Íslandi og MT Höjgaard A/S, Danmörku.
6. C.M.C di Ravenna, Ítalíu.
7. Aldesa Construcciones, Spáni.
Heimild: Skutull.is