Home Fréttir Í fréttum Búið er að bora 82,2 % af heildarlengd Vaðlaheiðarganga

Búið er að bora 82,2 % af heildarlengd Vaðlaheiðarganga

138
0
Stafn í Fnjóskadal, búið að bora 3 umferðir af pípum í þakið. Mynd: Vaðlaheiðagöng

Framvinda viku 36-2016 er 25,5 m. Auk 21m spennaútskots.
Lengd ganga í Eyjafjarðarmegin orðin 4.445,5 m
Lengd ganga í Fjóskadal óbreytt, 1.474,5 m.

<>

14-09-2016-vadlaheidargong-framvinda

Samanlögð lengd ganga orðin 4.445,5 + 1.474,5 = 5.920,0 m sem er um 82,2 % af heildarlengd.

Í Eyjafirði hefur verið grafið í ummynduðum basaltlögum með rauðum millilögum á milli í öllu sniði. Spennaútskot J var klárað í vikunni. Innskot liggur langsum eftir spennaútskotinu.

Í Eyjafirði var unnið í vegagerð við Grenivíkurveg.

Í göngum Fnjóskadalsmegin er búið að koma fyrir 3 „gitter“-bogum eftir I bita nr.2 og og sprautusteypa létt yfir þá. Búið að bora og grauta þriðja röraþakið. Búið að setja vatnsvörn í lofti framan við annan I bitann.

Heimild: Facebooksíða Vaðlaheiðarganga