Enn er rafmagnslaust í Vogum á Vatnsleysuströnd en rafmagni sló út í Reykjanesbæ, Garði, Sandgerði og Vogum í dag þegar verktaki gró í sundur háspennustreng við Voga.
Rétt eftir klukkan sex var rafmagn komið á alls staðar nema í Vogum sem er enn án rafmagns. Samkvæmt upplýsingum frá HS Veitum er gert ráð fyrir að viðgerð ljúki klukkan eitt í nótt.
Heimild: Ruv.is