Home Fréttir Í fréttum Notkun á þráðlausu neti á byggingatíma Nýs Landspítala

Notkun á þráðlausu neti á byggingatíma Nýs Landspítala

77
0
Mynd: NLSH.is

Eins og greint var frá í fréttum áður af byggingu Nýs Landspítala var reifað hvernig hægt er að nota ýmis nettengd smátæki (IoT) í mælingaskyni á meðan á framkvæmdum stendur.

Núna er búið að gangsetja víðtækt þráðlaust net í meðferðarkjarnanum og koma fyrir fjölda mælitækja.

Til undirbúnings var kannað hvar myndi henta að koma fyrir þráðlausum sendum til að besta dreifinguna en jafnframt bundið þannig um hnútana að rekstraröryggið væri sem tryggast og að auðvelt væri að gera breytingar og viðbætur eftir því sem vinnunni innanhúss vindur fram.

Sömuleiðis stendur til að stækka netið til að mynda heilstætt kerfi í öðrum byggingum sem eru í smíðum.

Með þráðlausu neti á byggingatíma geta þeir starfsmenn sem eru að störfum haft greiðan aðgang að nýjustu vinnugögnum með símum og spjaldtölvum hvar sem þeir eru staddir en þráðlausa netið nær til rammgerðra kjallara þar sem er ekkert annað netsamband.

Auk þessa er mögulegt að koma fyrir þar til gerðum sérsniðnum, nettengdum vinnustöðvum, svokölluðum BIM Kiosk sem hafa stærri skjái en símar og spjaldtölvur og eru sérsniðnar til notkunar á framkvæmdatíma í erfiðu vinnuumhverfi.

Stöðvarnar þurfa að vera bæði vatns- og rykheldar auk þess að vera gjarnan varðar með stáli til að þola högg.

Heimild: NlSH.is