Home Fréttir Í fréttum Byggingarleyfi komið: Hafnartorg mun rísa

Byggingarleyfi komið: Hafnartorg mun rísa

261
0
Mynd: pk_arkitektar_Hafnartorg

Reykja­vík Develop­ment ehf. fékk bygg­ing­ar­leyfi 5. apríl síð­ast­lið­inn fyrir reit­inn við Aust­ur­bakka 2. Reit­ur­inn hefur verið gríð­ar­lega umdeildur en nú stendur til að húsa­þyrp­ingin sem fengið hefur nafnið Hafn­ar­torg muni rísa þar. Óvænt útspil fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, hefur verið mikið í umræð­unni en hann vildi að verk­takar myndu hlusta á gagn­rýni á Hafn­ar­torg og end­ur­hanna teikn­ing­ar. Þessum hug­myndum Sig­mundar Dav­íðs hefur verið hafnað eins og Stundin greindi frá.

<>

Guðni Rafn Eiríks­son, einn eig­enda Reykja­vík Develop­ment ehf., sem sér um fram­kvæmdir við reit­inn, stað­festir við Kjarn­ann að bygg­ing­ar­leyfi frá Reykja­vík­ur­borg sé komið og að fram­kvæmdir hefj­ist í mán­uð­in­um.

Sig­mundur Davíð með sér­stakan áhuga á Hafn­ar­torgi
Fram hefur komið að Sig­mundur Davíð gerði alvar­legar athuga­semdir við útlit bygg­ing­anna. Mynd af teikn­ingu Sig­mundar Dav­íðs birt­ist í Reykja­vík Viku­blaði en mik­inn mun má sjá á henni og þeim upp­runa­legum hug­myndum sem komið hafa frá PK arki­tekrum og Reykja­vík Develop­ment. Teikningar Sigmundar Davíðs
Í Stund­inni kemur fram að hug­myndum Sig­mundar Dav­íðs hafi verið hafnað en þær sam­ræmd­ust ekki deiliskipu­lagi. Turn­inn var of hár á teikn­ingu Sig­mundar Dav­íðs og sam­kvæmt skipu­lag­inu áttu tvær efstu hæðir húss­ins að vera inn­dregnar en teikn­ing Sig­mundar gerði ekki ráð fyrir því. Tillaga frá PK arkitektum

Munu leita réttar síns
Kjarn­inn sagði frá því í jan­úar að í fyrra ákvað Minja­stofnun Íslands, sem heyrir undir for­sæt­is­ráðu­neyt­ið, að skyndi­friða hafn­ar­garð sem er á lóð­inni. Lóð­ar­hafar höfðu sagt að frið­lýs­ing á hafn­ar­garð­inum muni að lág­marki valda þeim 2,2 millj­arða króna tjóni. Sig­rún Magn­ús­dóttir um­hverf­is­ráð­herra var sett for­sæt­is­ráð­herra í mál­inu og til­kynnti um frið­un­ina. Reykja­vík­ur­borg hafði dregið í efa stjórn­sýslu­legt hæfi Sig­mundar Dav­íðs til að taka afstöðu til máls­ins, meðal ann­ars vegna greinar sem hann birti um skipu­lags­mál í Reykja­vík í ágúst 2015. Á end­anum náð­ist sátt um að færa hafn­ar­garð­inn á meðan fram­kvæmdir standa yfir en setja hann svo upp aft­ur.

Guðni segir að mesti kostn­að­ur­inn sé við að setja upp garð­inn en það þurfti að taka hann í burtu stein fyrir stein. Þeir séu búnir að borga fyrir mesta tjónið en að ekki sé útséð fyrir frekara tjón. Hann stað­festir að Reykja­vík Develop­ment muni leita réttar síns vegna garðs­ins sem mun lík­lega hlaupa á tugum millj­óna.

Stefán Thors, húsa­meist­ari rík­is­ins, telur aftur á móti að Reykja­vík develop­ment geti ekki kraf­ist skaða­bóta vegna fram­göngu rík­is­ins við skipu­lag Hafn­ar­torgs. Þetta kemur fram á frétta­vef RÚV.

Stórt verk­efni á vin­sælu svæði
Allt í allt eru níu bygg­ing­areitir á Aust­ur­bakka 2. Félagið Reykja­vík Develop­ment ehf. á tvo þeirra. Í apríl 2015 var tekin fyrsta skóflustunga vegna upp­hafs fram­kvæmda á reit­un­um. Í frétt á heima­síðu Reykja­vík­ur­borgar af því til­efni seg­ir:

„Fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdir eru hluti af stærsta bygg­inga­verk­efni fram til þessa í hjarta Reykja­vík­ur. Sam­kvæmt deiliskipu­lagi má byggja á reitum 1 og 2 við Aust­ur­bakka, 21.400 m2 of­anjarð­ar. Áætlað er að þar verði íbúðir og fjöl­breytt hús­næði fyrir ýmsa at­vinnu­starf­semi, s.s. versl­an­ir, veit­inga­hús, skrif­stofur og þjón­ustu. Auk þess verður byggður bíla­kjall­ari á reitnum sem verður sam­tengdur öðrum bíla­kjöll­urum á lóð­inni, allt að Hörpu. Áætlað að sam­eig­in­legur kjall­ari rúmi um 1.000 bíla.“

Umdeild til­færsla for­sæt­is­ráðu­neyt­is
Kjarn­inn fjall­aði um til­færslu Minja­stofn­unar í októ­ber 2015. Þar kom fram að á síð­asta þingi voru sam­þykkt lög um vernd­ar­svæði í byggð. Flutn­ings­maður þeirra var Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Sam­kvæmt lög­unum getur for­sæt­is­ráð­herra, en ekki sveit­ar­fé­lög, tekið ákvörðun um vernd byggðar að feng­inni til­lögu sveit­ar­stjórnar eða Minja­stofn­unar Íslands. Minja­stofnun var færð undir for­sæt­is­ráðu­neytið þegar rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs tók við völd­um. Hún heyrði áður undir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­ið. Var þetta gert sér­stak­lega að ósk þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, sem er mik­ill áhuga­maður um skipu­lags­mál. Minja­stofnun er eina eft­ir­lits­stofnun lands­ins sem heyrir undir for­sæt­is­ráðu­neyt­ið.

Heimild: Kjarninn.is