Home Fréttir Í fréttum Stórfelld skattalagabrot í byggingariðnaði rannsökuð

Stórfelld skattalagabrot í byggingariðnaði rannsökuð

115
0

Á þriðjudagsmorguninn voru 9 einstaklingar, sem tengjast starfsemi byggingarverktaka, handteknir vegna rannsóknar á stórfelldum skattalaga- og bóhaldsbrotum. Fimm þeirra voru hnepptir í gæsluvarðhald.

<>

Rúv greinir frá. Fjögur embætti stóðu að aðgerðunum en 40 manns komu að þeim. Eftir húsleitir á 11 stöðum á suðvesturhorninu var hald lagt á bókhaldsgögn og reiðufé.

Kastljós hefur heimildir fyrir því að aðgerðir hafi beinst að fleiri en einu verktakafyrirtæki þar sem grunur lék á stórfelldum skattalagabrotum, brotum á bókhaldslögum, auk þess sem grunur var um peningaþvætti. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, staðfesti þetta við Kastljós. Í leiðinni kom lögreglan upp um kannabisræktun.

Skattrannsóknarstjóri hefur rannsakað möguleg skattalagabrot fyrirtækja í byggingariðnaið, en aðgerðirnar má rekja til þess. Á þessu stigi liggja ekki fyrir upplýsingar um hversu mörg fyrirtæki er um að ræða.

Þeir fimm einstaklingar sem sitja nú í varðhaldi eru íslendingar og útlendingar.

Heimild: Dv.is