Home Fréttir Í fréttum Þrett­án hand­tekn­ir vegna elds­voð­ans í Hong Kong

Þrett­án hand­tekn­ir vegna elds­voð­ans í Hong Kong

6
0
Unnið var að því í gær að finna og fjarlægja lík úr blokkunum. AP / Ng Han Guan

Yfirvöld í Hong Kong eru búin að handtaka þrettán vegna eldsvoða í átta fjölbýlishúsum í síðustu viku. Nokkrir verktakar voru handteknir fljótlega eftir brunann og hefur bæst í hóp þeirra. Lögregla tilkynnti um þetta í dag.

Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að hluti öryggisneta- og búnaðar um byggingapalla við húsin var ekki eldvarinn. Það er talið geta hafa átt þátt í því að eldurinn kviknaði og breiddist hratt út.

Fram kom á föstudag að brunavarnakerfi virkuðu ekki. Því fengu margir íbúar enga viðvörun um eldinn.

151 fórust í eldsvoðanum.

Heimild: Ruv.is