Home Fréttir Í fréttum Flestir vilja að nýr Landsspítali rísi á Vífilsstöðum

Flestir vilja að nýr Landsspítali rísi á Vífilsstöðum

138
0

Um 50 pró­sent lands­manna vilja að nýr Lands­spít­ali rísi á Víf­ils­stöðum í Garða­bæ. 39,6 pró­sent vilja að hann rísi við Hring­braut, þar sem spít­al­inn stendur nú. Þetta kemur fram í könnun sem Gallup vann fyrir Við­skipta­blaðið og birt er í því í dag. Aðrir mögu­leik­ar, eins og Keldna­holt eða Foss­vog­ur, eru mun óvin­sælli og 7,5 pró­sent vilja að spít­al­inn rísi á öðrum stað en ofan­greindum fjór­um. Unnið er að því að reisa nýja spít­al­ann við Hring­braut.

<>

Ekki er mik­ill munur á afstöðu fólks til þess hvort nýr spít­ali rísi við Hring­braut eða á Víf­ils­stöðum þegar hún er skoðuð út frá aldri, tekjum kyni eða mennt­um. Eldra fólk er þó eilítið hlynnt­ara upp­bygg­ingu á Víf­ils­stöðum en stuð­ingur við upp­bygg­ingu við Hring­braut er meiri hjá yngsta ald­urs­hópn­um.

Mik­ill munur er hins vegar á afstöðu fólks þegar hún er greind eftir því hvaða stjórn­mála­flokka það myndi kjósa. Þar kemur í ljós að stuðn­ings­menn Sjálf­stæð­is­flokks (62 pró­sent) og Fram­sókn­ar­flokks (73 pró­sent) eru þeir sem vilja helst sjá nýjan spít­ala rísa á Víf­ils­stöð­um. Mestur stuðn­ingur við Hring­braut­ar­lausn­ina er hins­vegar hjá stuðn­ings­mönnum Sam­fylk­ingar (75 pró­sent) og Vinstri grænna (64 pró­sent). Píratar eru nokkuð skiptir í afstöðu sinni. Um 45 pró­sent þeirra vilja Víf­ils­staði en 45 pró­sent vilja Hring­braut.

Auglýsing

 Spurt var „Hvar vilt þú að nýr Land­spít­ali rísi“ og voru svar­mögu­leik­arnir „Á Víf­ils­stöð­um“ og „Við Hring­braut“ birtir svar­endum í til­vilj­un­ar­kenndri röð. Alls voru svar­endur 867 tals­ins og af þeim tóku 669 afstöð­u.

Alveg öruggt að spít­al­inn verður við Hring­braut

Sitj­andi rík­is­stjórn vinnur að upp­bygg­ingu nýs Lands­spít­ala við Hring­braut. Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son, þáver­andi for­­sæt­is­ráð­herra, varp­aði því sprengju inn í stjórn­ar­starf rík­is­stjórnar sinnar í síð­asta mán­uði þegar hann  opin­ber­aði þann vilja sinn í gær að byggja nýjan Lands­­spít­­ala við Víf­ils­­stað­i. Sig­­mundur skrif­aði þá grein á vef­­síðu sína þar sem hann lýsti yfir þeim vilja sín­um. Í Morg­un­­blað­inu dag­inn áður hafði verið rætt við bæj­­­ar­­stjór­ann í Garðabæ um mög­u­­leik­ann á upp­­­bygg­ingu Land­­spít­­ala við Víf­ils­­staði. Bæj­­­ar­yf­­ir­völd þar segj­­ast reið­u­­búin í sam­­starf um bygg­ingu nýs spít­­ala þar, og hægt sé að liðka fyrir mál­inu á ýmsan hátt.

Sig­mundur Davíð ræddi hvorki við Krist­ján Þór Júl­í­us­­son heil­brigð­is­ráð­herra né stjórn­­endur Lands­­spít­­al­ans áður en að hann varp­aði fram þess­ari hug­mynd sinn­i. Krist­ján Þór sagði í kjöl­farið í við­tali við Rás 2 að vinn­u­brögð Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins vegna upp­­­bygg­ingu nýs Lands­­spít­­ala væru ekki boð­­leg. Alveg öruggt væri að Land­­spít­­al­inn muni verða við Hring­braut, þar sem ­upp­­­bygg­ing hans stendur nú yfir. Alþingi hafi tekið þá ákvörðun með lögum árið 2010, sem síðan var aftur stað­­fest í lögum árið 2013.

Í við­tal­inu sagði heil­brigð­is­ráð­herra að hann hefði fyrst heyrt af hug­­myndum Sig­­mundar Dav­­íðs Gunn­laugs­­son­ar ­for­­sæt­is­ráð­herra um stað­­setn­ingu Lands­­spít­­al­ans á Víf­il­­stöðum í Garðabæ á föst­u­dag í fjöl­mið­l­­um. „Fjár­­­mála­ráð­herra og for­­mað­­ur­ ­Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins heyrði það söm­u­­leiðis í fyrsta skipti á föst­u­dag­inn. Þetta eru ekki vinn­u­brögð til fyr­ir­­myndar bara svo það sé sagt það er ein­fald­­lega mín ­skoð­un.“

Sig­mundur Davíð sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra í síð­ustu viku vegna aflands­fé­laga­hneyksl­is­ins og ný rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­floks og Fram­sókn­ar­flokks, undir for­sæti Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar tók við.

Heimild: Kjarninn.is