
Mikil eftirvænting hefur verið í Eyjafjarðarsveit vegna nýbyggingar við Hrafnagilsskóla. Sveitarstjórn hefur unnið skipulega að undirbúningi verksins í nokkur ár.
Bæði hvað varðar hönnun byggingarinnar en ekki síst með aðhaldi á útgjaldahliðinni til þess að auka handbært fé sveitarfélagsins fyrir þessari stóru og miklu framkvæmd að því er segir í frétt á vef Eyjafjarðarsveitar.
Byggingin verður mikil bylting fyrir skólaumhverfi Eyjafjarðarsveitar og mun starfsumhverfi leikskólastarfsmanna og nemenda strax á næsta ári taka miklum og jákvæðum breytingum.
„Sérlega spennandi verður að taka þátt í undirbúningi starfseminnar út frá þeim fjölmörgu og fjölbreyttu nýju kostum sem ný bygging mun bjóða uppá fyrir starfsemina.“
Heimild: Vikubladid.is