Nýr Landspítali ohf., kt. 500810-0410, (hér eftir nefndur „NLSH“) óskar eftir tilboði í útboðsverkið: Hús Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands – Burðarvirki og frágangur utanhúss.
Verkefni þetta nær til burðarvirkja og fullnaðarfrágangs á ytra byrði Hús Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Þeir verkþættir sem taldir eru upp í yfirliti yfir verkefnið eru stærstu verkþættir verkefnisins en ekki fullnaðarupptalning. Bjóðandi skal yfirfara teikningar, verklýsingar og tilboðsskrá.
Helstu verkþættir verkefnisins eru:
Burðarvirki
• Uppsteypa
• Stálburðarvirki
Frágangur utanhúss
• Útveggjakerfi
• Einangrun og utanhússklæðning
• Þakfrágangur
Lagnir og loftræsing
• Þakniðurföll og allar regnvatnslagnir innanhúss
• Gólfhiti á jarðhæð
• Snjóbræðslulagnir
• Loftræsihattar og þakstólar
Raflagnir
• Lágspennulagnir þ.e. sökkulskaut og spennujöfnunarkerfi sem saman stendur m.a. af jarðbindiklossum og boruð djúpskaut, Inntakspípur, úrtök og aðrar innsteyptar lagnaleiðir.
• smáspennulagnir þ.e. jarðbindingar, lagnaleiðir frá tengistöðum að aðgangshuðum og öðrum rafstýrðum búnaði innan og utanhúss sem tengist þessum verkáfanga.
• Lagnaleiðir og frágangur á tengistöðum lýsingarbúnaðar tilsamræmis við kröfur um frágang.
Útboðsgögn afhent: | 19.03.2024 kl. 14:19 |
Skilafrestur | 19.04.2024 kl. 11:00 |
Opnun tilboða: | 19.04.2024 kl. 11:15 |
Bent er á að verkið er unnið í mikilli nálægð við sjúkrahús sem er í fullum rekstri allan verktímann, Læknagarð Háskóla Íslands og íbúðabyggð og skal verktaki taka fullt tillit til þess eins og víða er getið í verklýsingu.