Home Fréttir Í fréttum Felldu tillögu um íbúðir í Geldinganesi

Felldu tillögu um íbúðir í Geldinganesi

85
0
Geldinganes. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Til­laga Sjálf­stæðismanna um íbúðaupp­bygg­ingu í Geld­inga­nesi var felld á borg­ar­stjórn­ar­fundi í gær. Til­lag­an fjallaði um að hefja vinnu við end­ur­skoðun á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur með það að mark­miði að skipu­leggja blandaða byggð í Geld­inga­nesi með áherslu á íbúðaupp­bygg­ingu.

<>

Marta Guðjóns­dótt­ir borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins seg­ir meiri­hlut­ann sýna þröng­sýni, skamm­sýni og vilja­leysi til að leysa hús­næðis­vand­ann með því að fella til­lög­una.

Hún seg­ir brýnt að breyta um stefnu í skipu­lags­mál­um og að þörf sé á að borg­in hverfi frá þeirri ein­streng­ings­legu þétt­ing­ar­stefnu sem or­sakað hafi hús­næðis- og lóðaskort í borg­inni.

Geld­inga­nesið er í eigu Reykja­vík­ur­borg­ar og seg­ir Marta borg­ina geta út­hlutað þar lóðum á hag­stæðu verði.

Heimild: Mbl.is