Home Fréttir Í fréttum Samningar Samiðnar sam­þykktir

Samningar Samiðnar sam­þykktir

38
0
Frá undirritun kjarasamningsins í húsakynnum ríkissáttasemjara þann 7. mars. SAMIÐN

Mikill meirihluti félagsmanna Samiðnar greiddi atkvæði með nýlegum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslu lauk í dag en samningarnir náðu til tæplega 8700 manns.

<>

Samiðn og SA komust að samkomulagi um kjarasamning þann 7. mars og var hann lagður í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Samiðnar sem stóð yfir frá 12. til 19. mars.

Samningarnir voru samþykktir með miklum meirihluta í öllum tilvikum og taka gildi frá 1. febrúar síðastliðnum.

Um fjóra ólíka samninga er að ræða innan Samiðnar enn allir voru samþykktir af sjötíu til áttatíu prósentum félagsmanna. Kjörsókn var á bilinu nítján til fjörutíu prósent.

Nánar um niðurstöðuna á vef Samiðnar.

Heimild: Visir.is