Home Fréttir Í fréttum Tillaga um byggð í Geldinganesi

Tillaga um byggð í Geldinganesi

80
0
Geldinganes. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Sjálf­stæðis­menn í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur leggja fram til­lögu í borg­ar­stjórn í dag þess efn­is að um­hverf­is- og skipu­lags­sviði borg­ar­inn­ar verði falið að hefja vinnu við end­ur­skoðun á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur með það að mark­miði að skipu­leggja blandaða byggð í Geld­inga­nesi með áherslu á íbúðaupp­bygg­ingu.

<>

Við end­ur­skoðun­ina skuli hafðar til hliðsjón­ar þær skipu­lags­hug­mynd­ir sem áður hafa komið fram í hug­mynda­sam­keppni um svæðið. Um­hverf­is- og skipu­lags­sviði verði jafn­framt falið að hefja aðra þá vinnu sem nauðsyn­leg er til að gera það mögu­legt að hægt verði að út­hluta lóðum sem fyrst fyr­ir fjöl­breytta fjöl­skyldu­væna byggð í Geld­inga­nesi á viðráðan­legu verði.

„Það þarf að end­ur­skoða upp­bygg­ingaráform inn­an borg­ar­mark­anna í ljósi elds­um­brot­anna á Reykja­nesi og þess hús­næðis­skorts sem blas­ir við í borg­inni,“ seg­ir Marta Guðjóns­dótt­ir borg­ar­full­trúi í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is