Home Fréttir Í fréttum Eitt tilboð í nýja brú yfir Ölfusá

Eitt tilboð í nýja brú yfir Ölfusá

81
0
Brúin verður 330 metra löng stagbrú með 60 metra háum turni á Efri-Laugardælaeyju. Tölvuteikning

Vega­gerðin aug­lýsti al­út­boð vegna verks­ins á Evr­ópska efna­hags­svæðinu í mars á síðasta ári. Frá þessu er greint á vefsíðu Vega­gerðar­inn­ar.

<>

Í apríl voru svo opnaðar um­sókn­ir og bár­ust um­sókn­ir frá fimm þátt­tak­end­um sem all­ir upp­fylltu þau skil­yrði sem sett voru í útboðsaug­lýs­ing­unni og voru metn­ir hæf­ir. Viðkom­andi fengu í kjöl­farið send útboðsgögn vegna sam­keppn­isút­boðsins í lok nóv­em­ber.

ÞG verk­tak­ar voru þeir einu af þess­um fimm sem skiluðu inn til­boði. Um er að ræða upp­hafstil­boð.

Vilja und­ir­rita í júlí

Vega­gerðin hyggst fara yfir til­boðið og er stefn­an sett á að fara í samn­ingsviðræður við ÞG verk­taka í byrj­un apríl. Að viðræðunum lokn­um verður gef­in upp upp­hæð end­an­legs til­boðs, von­andi í júní, að því er fram kem­ur í til­kynn­in­unni. Er stefnt að und­ir­rit­un verk­samn­ings í júlí.

„Verktaki ber ábyrgð á end­an­legri hönn­un verks­ins, brú­ar, vega og gatna­móta, og hefst vinn­an við hönn­un­ina í kjöl­far und­ir­rit­un­ar verk­samn­ings. For­hönn­un ligg­ur fyr­ir sem þýðir að meg­in­lín­ur hafa verið dregn­ar í út­liti brú­ar­inn­ar og legu vega. Und­ir­bún­ing­ur á verkstað gæti haf­ist á þessu ári en áætlað er að brú­in verði opnuð fyr­ir um­ferð haustið 2027,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

330 metra stag­brú

Ný brú yfir Ölfusá er hluti af færslu Hring­veg­ar­ins út fyr­ir þétt­býlið á Sel­fossi.

„Brú­in verður 330 metra löng stag­brú með 60 metra háum turni á Efri-Laug­ar­dæla­eyju. Brú­argólf verður 19 m breitt og er gert ráð fyr­ir 2+1 vegi með aðskild­um akst­ur­stefn­um ásamt göngu- og hjóla­leið. Einnig er gert ráð fyr­ir göngu- og hjóla­leið und­ir brúna á báðum ár­bökk­um.

Gert er ráð fyr­ir steypt­um enda­stöpl­um, brú­argólfi með stál­bit­um og steyptu gólfi og turni úr stáli. Við for­hönn­un brú­ar­inn­ar var miðað við aðstæður á svæðinu þar sem bú­ast má við bæði jarðskjálft­um og flóðum.

Í brúnni er gert ráð fyr­ir jarðskjálfta­ein­angr­un og for­spennt­um berg­fest­um í und­ir­stöðum turns­ins,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Heimild: Mbl.is