Home Fréttir Í fréttum Endurnýjaður Kjalvegur gæti reynst „farsælli en nokkurn gæti órað fyrir“

Endurnýjaður Kjalvegur gæti reynst „farsælli en nokkurn gæti órað fyrir“

118
0
Kjalvegur. Ljósmynd: Midjan.is.

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps telur mikla möguleika felast í uppbyggingu Kjalvegar og samþykktu samhljóma umsagnarbeiðni frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um endurnýjun vegarins yfir kjöl með einkaframkvæmd, á fundi sínum þann 7. mars sl.

<>

Í tilkynningu frá Hrunamannahreppi segir að sveitarstjórn telji mikla möguleika felast í uppbyggingu Kjalvegar og að þau hvetji þingmenn til að veita tillögunni brautargengi. „Slíkt yrði farsælla en nokkrun gæti órað fyrir.“

„Kjalvegur sem byggður yrði upp sem heilsársvegur með fullri burðargetu gæti gjörbreytt umferð um landið og stuðlað að breytingu í byggðamynstri og uppbyggingu í hinum dreifðari byggðum.

Með betri vegi sem tryggir styttri ferðatíma milli landshluta yrði til nýtt flæði milli Suðurlands og Norðurlands með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á ferðaþjónustu og atvinnulíf almennt,“ segir í tilkynningunni.

Myndi stytta ferðalagið milli Flúða og Akureyrar um 224 kílómetra

Þá kemur einnig fram í tilkynningu að með nýjum og betri Kjalvegi myndi vegalengdin milli Flúða og Akureyrar styttast um 224 km og verða tveggja og hálfs tíma ferðalag, ólíkt því fimm klukkustunda og 49 mínútna ferðalagi sem það tekur í dag.

Jafnframt minnir sveitarstjórn á mikilvægi þess að finna veginum besta mögulega stað og vilja að reynt verði að sneiða hjá snjóþungum og veðurfarslega erfiðum svæðum, en Bláfellsháls hafi oft verið nefndur sem fartálmi í því samhengi.

Heimild: Dfs.is