Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Vegagerðin er komin á fulla ferð

Vegagerðin er komin á fulla ferð

237
0
Stórvirkar vélar hafa verið að störfum þar síðan um miðjan ágúst. Norðan Breiðholtsbrautar er unnið að því að fjarlægja jarðefni sen notað verður í fláa vegarins í Elliðaárdal. mbl.is/Árni Sæberg

Unnið er af full­um krafti við lagn­ingu Arn­ar­nes­veg­ar. Veg­ur­inn mun tengja sam­an byggðina í Reykja­vík og Kópa­vogi þegar hann verður tek­inn í gagnið. Mik­il um­svif eru á svæðinu, fjöldi starfs­manna og stór­virk­ar vinnu­vél­ar, eins og meðfylgj­andi dróna­mynd­ir sýna.

<>

Frá því að verkið hófst upp úr miðjum ág­úst hef­ur verið unnið við breikk­un Breiðholts­braut­ar sunn­an nú­ver­andi veg­ar, milli Vatns­enda­hvarfs og Jaðarsels, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Hösk­uld­ar Tryggva­son­ar, verk­efna­stjóra hjá Vega­gerðinni. Laus jarðefni hafa verið fjar­lægð úr veg­stæði og nú er unnið við bergsker­ing­ar gegnt Urðar­hvarfi.

Sunn­an Breiðholts­braut­ar er jarðefni fjar­lægt. Það fer í nýja Vetr­arg­arðinn sem verið er að móta. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Efni í nýj­an Vetr­arg­arð
Í hinu nýja veg­stæði Arn­ar­nes­veg­ar, sunn­an Breiðholts­braut­ar, hafa laus óburðar­hæf jarðefni verið fjar­lægð. Er þetta á milli Breiðholts­braut­ar og Útvarps­stöðvarveg­ar. Efnið hef­ur verið notað til fyll­ing­ar í nýj­an Vetr­arg­arð sem er í upp­bygg­ingu aust­an Jafna­sels, á svæðinu þar sem skíðalyft­an var áður.

Í veg­stæði Arn­ar­nes­veg­ar, norðan Breiðholts­braut­ar, er einnig unnið við uppmokst­ur lausra óburðar­hæfra jarðefna. Það efni verður notað í fláa veg­ar­ins í Elliðaár­daln­um. Þá er unnið við upp­steypu land­stöpuls nýrr­ar brú­ar yfir Breiðholts­braut að norðan.

Vegna lok­ana á gang- og hjóla­stíg­um á fram­kvæmda­svæðinu í Elliðaár­dal var mal­ar­stíg­ur sem ligg­ur nær Elliðaán­um, á móts við Fella- og Hóla­kirkju til suðurs, mal­bikaður og er nú unnið við upp­setn­ingu lýs­ing­ar við stíg­inn. Stíg­ur­inn er hjá­leið fram hjá fram­kvæmda­svæðinu meðan á verki stend­ur.

Mark­miðið með fram­kvæmd­inni er að auka um­ferðarör­yggi og stytta ferðatíma, auk þess að létta veru­lega á um­ferð um Vatns­enda­veg, að því er fram kem­ur á heimasíðu Vega­gerðar­inn­ar. Í Kópa­vogi, aust­an Reykja­nes­braut­ar, búa hátt í 15 þúsund manns. Þá mun veg­kafl­inn bæta viðbragðstíma fyr­ir neyðarbíla, þ.e. lög­reglu, slökkviliðs og sjúkra­liðs, í efri byggðum Kópa­vogs og Reykja­vík­ur til muna. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Um er að ræða þriðja áfanga Arn­ar­nes­veg­ar, milli Rjúpna­veg­ar og Breiðholts­braut­ar, um 1,9 kíló­metra kafla. Fram­kvæmd­irn­ar fel­ast í ný­bygg­ingu veg­ar­ins með tveim­ur hring­torg­um, veg­brú yfir Breiðholts­braut og ein­um ljós­a­stýrðum vega­mót­um ásamt breikk­un Breiðholts­braut­ar frá Jaðarseli að Vatns­enda­hvarfi.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út 14. des­em­ber.

Heimild: Mbl.is