Framkvæmdir hefjast við Síðubraut miðvikudaginn 15. nóvember og verður henni lokað milli Jaðarsíðu og Austursíðu sem sjá má á meðfylgjandi mynd.
Fjarlægja þarf malbik af hluta af götunni og byggja nýtt hringtorg og setja farg á götuna. Það á eftir að skýrast hve lengi lokun Síðubrautar mun vara.
Allri umferð vinnuvéla og þungra ökutækja verður beint um stofn- og tengibrautir til að lágmarka ónæði í íbúðahverfum.
Hægt er að skrá sig á póstlista hér til að fá fréttir af framkvæmdum og gangi mála í hinu nýja Móahverfi.
Móahverfi er nýtt íbúðahverfi í norðvesturhluta Akureyrar þar sem gert er ráð fyrir að byggðar verði allt að 1.100 íbúðir á næstu árum.
Heimild: Akureyri.is