Home Fréttir Í fréttum Knattspyrnuhöll á Ísafirði: 22 m. kr. afskrifaðar

Knattspyrnuhöll á Ísafirði: 22 m. kr. afskrifaðar

115
0
Hugmynd að fjölnota íþróttahúsi.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að afskrifa eignfærðan kostnað við fyrirhugað knattspyrnuhús á Torfnesi.

<>

Í minnisblaði sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs kemur fram að á árunum 2018-2021 hafi fallið til ýmiss kostnaður vegna byggingar fyrirhugaðrar knattspyrnuhallar á Ísafirði.

Kostnaðurinn er s.s. vegna hönnunargagna, teikninga, ráðgjafar og útboðsgagna.

Bókfært virði þessa kostnaðar þann 31.12.2023 er kr. 21.767.224.

„Þar sem ekkert af þessari undirbúningvinnu mun nýtast við byggingu knatthúss ef/þegar farið yrði í slíkar framkvæmdir, er ljóst að ekki er annað forsvaranlegt en að afskrifa umræddan stofnkostnað úr eignasafni Eignasjóðs með aukaafskrift sem nemur ofangreindri fjárhæð.“ segir í minnisblaðinu.

Bæjarráðið féllst á tillögu sviðsstjórans um afskrift á fjárhæðinni en brást ekki við tillögu um „hvort lækka eigi rekstrarniðurstöðu ársins um fjárhæðina, eða að reyna að finna þessu stað með rekstrarsparnaði annars staðar.“

Heimild: BB.is