Home Fréttir Í fréttum Myndir: Vinna að varnargörðum

Myndir: Vinna að varnargörðum

168
0
Framkvæmdir við varnargarða í Svartsengi. mbl.is/Eyþór Árnason

Vinna að varn­ar­görðum við Svartsengi er í full­um gangi um þessa mund­ir og unnið er dag og nótt. Blaðamaður og ljós­mynd­ari mbl.is skoðuðu vinnusvæðið í dag, rétt áður en skynd­i­rým­ing átti sér stað.

<>

Vinn­an er haf­in aust­an meg­in við Þor­björn þar sem blaðamaður var á ferð, en búið er að koma fyr­ir efni og jarðvinnu­vél­ar farn­ar að ýta upp í varn­argarðinn.

Ari Guðmunds­son, verk­fræðing­ur á svæðinu sagði í sam­tali við mbl.is í morg­un:

„Það fer eft­ir því hvort við tök­um þetta í áföng­um eða ekki en þessi vinna get­ur tekið nokkr­ar vik­ur,“ spurður hve lang­an tíma það tæki að reisa varn­argarðanna.

Verið að ryðja fyr­ir efni og vinnu­vél­ar. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Mik­ill viðbúnaður á svæðinu
Mik­ill viðbúnaður var á svæðinu, en blaðamaður og ljós­mynd­ari þurftu að bíða í um þrjár klukku­stund­ir áður en leyfi fékkst til að halda inn á svæðið í kring­um Svartsengis­virkj­un og Bláa lónið í lög­reglu­fylgd. Á meðan biðinni stóð mátti þó sjá fjöld­ann all­an af stór­um öku­tækj­um, sem voru að flytja efni.

Auk und­ir­bún­ings fyr­ir garðana var einnig verið að ryðja vegi til að geyma verk­tæk­in.

Kortið sýn­ir þær þrjár fram­kvæmd­ar­stöðvar sem blaðamenn heim­sóttu, aust­an við Þor­björn.

Á of­an­greindri mynd má sjá hvar efni og vinnu­vél­ar voru geymd­ar, en aust­an við Þor­björn má sjá jarðvinnu­vél sem Ari Guðmunds­son, verk­fræðing­ur á svæðinu staðfesti í sam­tali við mbl.is að væri byrjuð að setja upp varn­argarða aust­an­meg­in við virkj­un­ina og lónið.

Jarðvinnu­vél vinn­ur að bygg­ingu aust­ur­hluta varn­argarðsins. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Sjá mátti ýtu sem var brölta upp háls­inn, yfir ósnert­an jarðveg, í átt að jarðvinnu­vél sem þar var að störf­um.

Ýtan snert­ir ósnert­an jarðveg. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Kallað til alls­herj­ar­rým­ing­ar
Hvorki gafst tæki­færi til viðtals á svæðinu né til þess að skoða vinn­una vest­an­meg­in við Þor­björn, því kallað var til alls­herj­ar­rým­ing­ar á svæðinu sök­um mæl­inga á brenni­steinsgasi.

Stærsta ýtan sem varð á vegi blaðamanns. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Heimild: Mbl.is