Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Búa til 12 þúsund rúmmetra lón í Bláfjöllum

Búa til 12 þúsund rúmmetra lón í Bláfjöllum

150
0
Dúkurinn lagður í botn lónsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Unnið er á fullu að fram­kvæmd­um við snjó­fram­leiðslu­kerfi í Bláfjöll­um. Búið er að bora rúm­lega 350 metra niður og verið er að klára rúm­lega 12 þúsund rúm­metra lón.

<>

Áætlað er að fram­kvæmd­um verði lokið í lok októ­ber.

Fyrsta flokks kerfi
Ein­ar Bjarna­son, rekstr­ar­stjóri Bláfjalla, seg­ir að um sé að ræða fyrsta flokks kerfi.

„Dælt verður beint úr lón­inu í lögn sem búið er að mestu að leggja í öll fjöll. Á lögn­innni verða stút­ar með 70 metra milli­bili og snjó­fram­leiðslu­byss­urn­ar verða tengd­ar við þá.

Byss­urn­ar eru all­ar með veður­stöð og eru alsjálf­virk­ar,“ seg­ir Ein­ar en bæt­ir því við að alltaf verði tveir starfs­menn á vakt sem hafa það hlut­verk að fylgj­ast með, færa til byss­ur og snúa þeim.“

Áætlað er að fram­kvæmd­um verði lokið í lok októ­ber. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Snjór tryggður all­an vet­ur­inn
Seg­ir Ein­ar um al­gjör straum­hvörf í starf­semi Bláfjalla að ræða en aldrei hef­ur snjór verið fram­leidd­ur þar áður.

„Við ætt­um að geta opnað ein­hverj­ar brekk­ur eft­ir þrjá til fimm daga í fram­leiðslu. Við erum lík­leg­ast búin að tryggja okk­ur snjó all­an vet­ur­inn öll ár.

Við höf­um lent í geggjuðum vetr­um með frosti nær all­an vet­ur­inn en fengið mjög litla úr­komu. Ef að lík­um læt­ur verður hægt að opna um miðjan nóv­em­ber eða í byrj­un des­em­ber og hægt verður að halda opnu al­veg út apríl,“ seg­ir Ein­ar.

Seg­ir Ein­ar um al­gjör straum­hvörf í starf­semi Bláfjalla að ræða en aldrei hef­ur snjór verið fram­leidd­ur þar áður. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Mik­il til­hlökk­un
Fram­kvæmd­um miðar vel að sögn rekstr­ar­stjór­ans en búið er að grafa 95% af lögn­um í jörð og verið er að reisa dælu­húsið en á mánu­dag­inn koma menn að utan til að raða inn í það. Þá er allt raf­magn komið í jörðu og all­ir kapl­ar komn­ir upp en það á enn eft­ir að tengja nær alla stút­ana.

Ein­ar er mjög spennt­ur fyr­ir vetr­in­um og von­ast til að starfs­fólk geti farið að æfa sig á kerf­inu í byrj­un nóv­em­ber.

„Við hlökk­um mikið til vetr­ar­ins. Þetta verður hrika­lega gam­an.“

mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Heimild: Mbl.is