Home Fréttir Í fréttum Mikilvægum áfanga náð í undirbúningi Sundabrautar

Mikilvægum áfanga náð í undirbúningi Sundabrautar

50
0
Horft yfir Sundin blá þar sem ráðgert er að Sundabraut verði. Annaðhvort brú eða göng. RÚV – Ragnar Visage

Stefnt er að opnum kynningarfundum um breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur og umhverfismats vegna Sundabrautar í byrjun næsta mánaðar. Framkvæmdir gætu hafist árið 2026.

<>

Borgarráð samþykkti í fyrri viku verklýsingu skipulagsgerðar og umhverfismats vegna Sundabrautar. Kynning á umhverfismati og breytingu á aðalskipulagi hefst í næsta mánuði. Framkvæmdir við Sundabraut gætu hafist árið 2026.

Fram kemur í fundargerð borgarráðs að með þessu náist mikilvægur áfangi í framgangi verkefnisins. Jafnframt er lögð fram áætlun um hvernig standa skuli að umhverfismati vegna breytinganna. Framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, Guðmundur Valur Guðmundsson, segir þetta vera mikilvægan áfanga í undirbúningi Sundabrautar:

„Ja, þetta er bara svona fyrsta skrefið í undirbúningi framkvæmdarinnar að ljúka umhverfismatinu. Umhverfismati framkvæmdarinnar og svo undirbúa aðalskipulagsbreytingu sem er nauðsynleg fyrir Sundabraut.“

Guðmundur segir að nú sé verið að samþætta kynningarferlið vegna aðalskipulagsbreytinga og umhverfismats og stefnt sé að opnum kynningarfundum um verkefnið í byrjun október. Og tveir kostir séu í umhverfismatinu; göng eða brú. Og það styttist í framkvæmdir:

„Við erum að miða við árið 2026 að hægt sé að hefja framkvæmdir. Og það þýðir þá að útboðsferlið þarf að hefjast í byrjun árs 25.“

Heimild: Ruv.is