Home Fréttir Í fréttum JÁVERK rafvæðir bílaflotann

JÁVERK rafvæðir bílaflotann

90
0
Sigrún Melax, gæða-, öryggis- og umhverfisstjóri JÁVERK, Gylfi Gíslason framkvæmdastjóri JÁVERK og Haukur Baldvinsson framkvæmdastjóri Toyota Selfossi. Ljósmynd/Aðsend

Toyota Selfossi afhenti verktakafyrirtækinu JÁVERK sex nýja Toyota ProAce rafmagnsbíla í vikunni, en bílarnir leysa af hólmi eldri jarðeldsneytisbíla fyrirtækisins.

<>

„Við erum afar stolt af því að fá að vera samferða JÁVERK í þessum málum. Þetta er glæsileg viðbót við bílaflota þeirra og er enn eitt skrefið í vegferð JÁVERK að bættum umhverfismálum,“ segir Haukur Baldvinsson, framkvæmdastjóri Toyota Selfossi.

JÁVERK hefur unnið markvisst að umhverfismálum en í apríl síðastliðnum fékk fyrirtækið verðlaunin Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum.

Heimild: Sunnlenska.is