Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Stórviðgerð á Sjávarútvegshúsinu

Stórviðgerð á Sjávarútvegshúsinu

160
0
Myndin er tekin frá Sölvhólsgötu að bakhlið hússins. Umfangsmiklar endurbætur standa yfir. Skúlagata 4 er skráð 6.165 fermetrar að stærð í fasteignaskrá. Fasteignamat ársins 2024 er tæpir 2,6 milljarðar króna. mbl.is/sisi

Und­an­far­in miss­eri hafa staðið yfir viðgerðir og end­ur­bæt­ur á stór­hýs­inu Skúla­götu 4, Sjáv­ar­út­vegs­hús­inu. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Fram­kvæmda­sýsl­unni – Rík­is­eign­um miðar þeim ágæt­lega en þær verða um­fangs­meiri en lagt var upp með. Kostnaður­inn skipt­ir millj­örðum.

<>

Skúla­gata 4 er með glæsi­legri bygg­ing­um í eigna­safni Fram­kvæmda­sýsl­unn­ar – Rík­is­eigna(FSRE), seg­ir Karl Pét­ur Jóns­son upp­lýs­inga­full­trúi stofn­un­ar­inn­ar. Húsið er byggt árið 1961 eft­ir teikn­ingu Hall­dórs H. Jóns­son­ar arki­tekts fyr­ir starf­semi fiski­rann­sókna Há­skól­ans.

Upp­haf­lega átti húsið að vera fjór­ar hæðir, en skömmu áður en fram­kvæmd­ir hóf­ust var ákveðið að bæta 5. og 6. hæð við. Flutti Rík­is­út­varpið á efstu tvær hæðirn­ar. Sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið var í hús­inu um ára­bil.

Skúla­gata 4 set­ur mik­inn svip á miðborg Reykja­vík­ur. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Árið 2019 var ákveðið að end­ur­bæta þrjár neðstu hæðir húss­ins og hófst und­ir­bún­ing­ur þess árið 2020. Að aflokn­um kosn­ing­um 2021 og upp­stokk­un stjórn­ar­ráðsins í kjöl­farið var ákveðið að allt húsið yrði end­ur­bætt og að ráðuneyti flyttu inn að því loknu.

„Með því gafst kost­ur á að gera mik­il­væg­ar strúkt­úr­breyt­ing­ar á hús­inu; einkum bæta við lyftu í húsið til að bæta aðgengi í hús­inu. Þá voru lagn­ir og loftræsti­kerfi end­ur­nýjuð,“ seg­ir Karl Pét­ur.

Fljót­lega eft­ir upp­haf fram­kvæmda hafi mönn­um orðið ljóst að ástand húss­ins var mun verra en ald­ur þess gaf til­efni til að ætla.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út fimmtu­dag­inn 7. sept­em­ber.

Heimild: Mbl.is