Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Nýr landspítali: Jarðvinna við rannsóknahús og hús Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands

Nýr landspítali: Jarðvinna við rannsóknahús og hús Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands

273
0
Mynd: NLSH.IS

Nú er unnið við jarðvinnu í grunni rannsóknahúss og einnig eru framkvæmdir við hús Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands að hefjast með haustinu.

<>

„Nú er hafin aukin jarðvinna í grunni rannsóknahússins því það reyndist nauðsynlegt og sú vinna innifelur borun og sprengingar með sama verklagi og áður.

Búast má við að þessi vinna standi yfir í 8-12 vikur. Í framhaldinu verður svo farið í jarðvinnu fyrir nýbyggingu Heilbrigðisvísindsviðs HÍ (norðan og austan Læknagarðs).

Við erum ekki að gera ráð fyrir miklum sprengingum þar þó svo að þær gætu orðið einhverjar en hins vegar gæti orðið talsvert um fleygun með tilheyrandi óþægindum fyrir starfsemi í Læknagarði.

Þessi vinna mun fara fram nú á haustmánuðum og fram til áramóta,“ segir Ásbjörn Jónsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs NLSH.

Heimild: NLSH.IS