Home Fréttir Í fréttum Vaxtakostnaðurinn um ein íbúð á mánuði

Vaxtakostnaðurinn um ein íbúð á mánuði

104
0
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vaxta­kostnaður verk­taka­fyr­ir­tæk­is þegar full­byggja á 100 íbúða fjöl­býl­is­hús er um það bil and­virði einn­ar íbúðar á mánuði. Það er því mikið í húfi að stytta þann tíma sem fer í heild­ar­bygg­ing­ar­ferlið, allt frá skipu­lagi þangað til hús­næðið er komið í notk­un. Þetta var meðal þess sem kom fram hjá Bene­dikt Gísla­syni, banka­stjóra Ari­on banka, á Hús­næðisþingi í morg­un.

<>

Bene­dikt sat í pall­borði ásamt fleir­um og var þar farið vítt og breitt yfir ým­is­legt sem við kem­ur hús­næðismarkaðinum og skipu­lags­mál­um. Sagði hann jafn­framt að ekki skorti fjár­magn í land­inu. Bæði væri hér öfl­ugt banka­kerfi og stórt líf­eyri­s­kerfi og sagðist hann spennt­ur fyr­ir því að fara svipaða leið og hefði verið far­in að hluta á Norður­lönd­un­um við upp­bygg­ingu til að lækka kostnað. Nefndi hann að þar hefðu fjár­mála­fyr­ir­tæki jafn­vel byggt upp heilu hverf­in og um leið haft um­tals­vert eigið fé í verkið og þar með náð að lækka vaxta­stigið og kostnað.

Kjara­samn­ings­hækk­un til að mæta hækk­andi hús­næðis­kostnaði

Skort­ur á hús­næði var stórt áherslu­mál á fund­in­um, líkt og hef­ur verið á sam­bæri­leg­um fund­um síðustu ár. Finn­björn A. Her­manns­son, for­seti ASÍ, sagði meðal ann­ars að í dag skorti hús­næði sem jafn­gilti fram­leiðslu þriggja ára inn á markaðinn. Áskor­un­in væri sú að ná þess­um fjölda niður og ná að byggja hag­kvæmt hús­næði þannig að fólk gæti staðið und­ir hús­næðis­kostnaði.

Nefndi Finn­björn að ASÍ hefði gengið út frá því að hús­næðis­kostnaður ætti ekki að vera yfir 25-30% af ráðstöf­un­ar­tekj­um og fyr­ir fjöl­marga væri það ekki staðan. Sagði hann að við slík­ar aðstæður þyrfti að sækja kjara­samn­ings­hækk­un þannig að all­ir hefðu aðgengi að hús­næði.

Vand­inn ekki leyst­ur með inni­stæðulaus­um hækk­un­um

Sig­ríður Mar­grét Odds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, bætti þá inn í að ekki væri hægt að benda hvert á annað. Vand­inn við hækk­andi íbúðaverð yrði ekki leyst­ur með því að gera kjara­samn­inga sem ekki væri inni­stæða fyr­ir og væri bara fóður á verðbólg­una.

Eygló Harðardótt­ir, fyrr­ver­andi hús­næðismálaráðherra, minnt­ist á verka­manna­bú­staðakerfið og hvernig þyrfti að fara í upp­bygg­ingu þess. Nefndi hún að ef miðað væri við að byggja ætti 12 þúsund fé­lags­leg­ar íbúðir og miðað væri við 40 millj­ón­ir á íbúð væri verðramm­inn tæp­lega 500 millj­arðar og miðað við þörf ætti að horfa til þess að koma slíku á kopp­inn á 20-30 árum.

Endaði Eygló á því að hrósa Degi B. Eggerts­syni, borg­ar­stjóra í Reykja­vík, sem einnig var í pall­borðinu, fyr­ir vinnu við að tryggja lóðafram­boð, en gagn­rýndi um leið sveit­ar­stjóra í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um sem hefðu nægt land fyr­ir að draga lapp­irn­ar. Nefndi hún þar sér­stak­lega Garðabæ og Mos­fells­bæ.