Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Jarðlokar taka við af hitaveitubrunnum

Jarðlokar taka við af hitaveitubrunnum

134
0
Hitaveitubrunnur fjarlægður í Langholti á dögunum Mynd Norðurorka

Starfsfólk Norðurorku hefur smám saman verið að fjarlæga og þar með fækka hitaveitubrunnum á Akureyri. Nýverið varð einum færra í bænum þegar fjarlægður var einn slíkur brunnur við Langholt.

<>

Framkvæmdir við gatnagerð eru nú í gangi á svæðinu á vegum Akureyrarbæjar og því voru samlegðaráhrif falin í því að fjarlægja gamla hitaveitubrunninn á sama tíma.

Það að fjarlægja hitaveitubrunn er stórt og tímafrekt verk sem krefst þess meðal annars að vatn sé tekið af ákveðnum svæðum á meðan vinna stendur yfir.

Í hitaveitukerfi Norðurorku er töluverður fjöldi af gömlum hitaveitubrunnum, en eitt af stóru viðhaldsverkefnum fyrirtækisins er að fjarlægja þessa brunna úr kerfinu og bæta þannig afhendingaröryggi, vinnuaðstæður og öryggi starfsfólks segir í frétt á vef Norðurorku.

Umræddir hitaveitubrunnar eru steinsteypt jarðhýsi þar sem ýmsar tengingar lagna koma saman. Með breyttri tækni og fjölbreyttari efnum eru þessir brunnar orðnir úreltir og gera langtímaáætlanir Norðurorku ráð fyrir því að brunnarnir verði lagðir af með tíð og tíma.

Í stað hitaveitubrunns eru settir jarðvegslokar sem gera það að verkum að starfsfólk þarf ekki lengur að fara ofan í hættulegan brunninn til að skrúfa fyrir loka komi upp bilanir á aðliggjandi lögnum eða ef tengja þarf ný hús inn á þær.

Heimild: Vikubladid.is