Home Fréttir Í fréttum Féll 20 til 30 metra niður fjallshlíð í gröfu

Féll 20 til 30 metra niður fjallshlíð í gröfu

186
0
Kárahnjúkavirkjun. mbl.is/Sigurður Bogi

Gröf­umaður slapp með skrekk­inn er grafa hans valt og féll um tutt­ugu til 30 metra niður hlíð Fremri-Kára­hnjúks í júlí. Maður­inn hlaut minni­hátt­ar áverka og var flutt­ur á heilsu­gæsl­una á Norðfirði þar sem hann dvaldi yfir nótt en hann er nú kom­inn aft­ur til vinnu.

<>

Þetta staðfest­ir Ragn­hild­ur Sverr­is­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­virkj­un­ar, í sam­tali við mbl.is.

Vélköngu­ló­in valt út af stalli

At­vikið átti sér stað þann 9. júlí þegar maður­inn vann við lag­fær­ing­ar á hrun­vörn­um og bergstyrk­ing­um við Kára­hnjúka­virkj­un í svo kallaðri vélköngu­ló en valt skyndi­lega út af stalli í fjalls­hlíðinni og niður að grjót­hruns­girðingu.

Gröf­umaður­inn komst sjálf­ur hjálp­ar­laust úr tæk­inu en lög­regla, sjúkra­bíll og björg­un­ar­sveit voru kölluð á vett­vang þegar að óhappið varð.

„Eft­ir fyrstu skoðun var ákveðið að ekki væri nauðsyn­legt að senda gröf­u­mann­inn til Ak­ur­eyr­ar eða Reykja­vík­ur. Þess í stað fór hann með sjúkra­bíl til rann­sókna á Norðfirði og var út­skrifaður þaðan dag­inn eft­ir að skoðun lok­inni,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Lands­virkj­un.

End­ur­meta verklagið

Graf­an sjálf skemmd­ist tölu­vert og þurfti að fresta þess­um verkþætti í nokk­urn tíma enda þurfti að flytja aðra gröfu á staðinn.

„Hins veg­ar var unnið áfram að öðrum verkþátt­um á svæðinu og verkið er núna á áætl­un, eft­ir að ný grafa fékkst, svo áhrif­in af óhapp­inu eru hverf­andi.

Verkið er unnið við mjög krefj­andi aðstæður. Verktak­inn er sér­hæfður og þjálfaður til vinnu við aðstæður sem þess­ar. Sér­fræðing­ar meta hverju sinni hvaða viðbúnaðar er þörf og verklag við þenn­an verkþátt verður end­ur­metið.“

Lands­virkj­un hef­ur þegar til­kynnt at­vikið til Vinnu­eft­ir­lits­ins og sent stofn­unni skýrslu um málið.

Heimild: Mbl.is