Home Fréttir Í fréttum Milljarða­veð­mál Buf­fet á byggingar­iðnaðinn

Milljarða­veð­mál Buf­fet á byggingar­iðnaðinn

143
0
Milljarðarmæringurinn og fjárfestirinn Warren Buffet. Ljósmynd: Gunnhildur Lind Photography

Warren Buffet hefur ákveðið að veðja á þrjú skráð fyrirtæki í byggingariðnaðnum en ólíkt hér heima er mikil gróska vestanhafs í byggingu nýrra íbúða.

<>

Berks­hire Hat­haway, fjár­festingar­sjóður War­ren Buf­fet, hefur á­kveðið að fjár­festa yfir 800 milljón Banda­ríkja­dölum eða rúm­lega 105 milljarða ís­lenskra króna í þrjú byggingar­fyrir­tæki.

Fjár­festingin átti sér stað í lok júní en varð opin­ber eftir lokun markaða í gær þegar fyrir­tækið skilaði inn gögnum um breytingar á eigna­safni sínu á árs­fjórðungnum til eftir­lits­aðila.

Byggingar­fyrir­tækin þrjú, D.R. Horton, NVR og Lennar, eiga það öll sam­eigin­legt að sér­hæfa sig í að byggja í­búðar­hús­næði en háir stýri­vextir í Banda­ríkjunum hafa leitt til mikillar grósku í byggingu nýrra íbúða.

Íbúðareigendur sitja sem fastast
Ó­líkt hér heima fylgir lán ekki seljanda í Banda­ríkjunum og haldast vextir á eigninni. Fast­eigna­eig­endur með fasta vexti hafa því litla á­stæðu til að selja og hefur það leitt af sér mikinn upp­gang í ný­byggingum.

Hluta­bréf í byggingar­fyrir­tækjum hafa í kjöl­farið rokið upp og hefur S&P Ho­mebu­ild­ers Select Indus­try vísi­talan hækkað um 39% á árinu.

Á Ís­landi er staðan önnur en sam­kvæmt gögnum frá Hús­næðis- og mann­virkja­stofnun má búast við sögu­lega fáum nýjum í­búðum á næstu árum þar sem mjög fáar í­búðir eru á fyrsta fram­vindu­stigi. Mun það valda skorti árið 2025.

Heimild: Vb.is