Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Búið er að hleypa umferð á brú Stóru Laxá

Búið er að hleypa umferð á brú Stóru Laxá

173
0
Mynd: Ístak hf.

Búið er að hleypa umferð á brú Stóru Laxá en verið er að ganga frá lokafrágangi jarðvinnu.
Brúin hefur verið í byggingu frá því haustið 2021 en ýmsar áskoranir komu upp við byggingu brúarinnar, þar má helst nefna veður og vatnafar og efnisútvegun.

<>

Fljótlega eftir að framkvæmdir hófust minnti Ísland á sig og ef ekki var flóð á vinnusvæði var óveður.
Eftir krefjandi veðuraðstæður veturinn 2022/2023 var ákveðið að byggja yfir brúardekkið sem gerði gæfumun þegar kom að því að steypa brúardekkið.

Vegurinn var klæddur þriðjudaginn 20. júní og umferð hleypt á á laugardaginn 24. júní. Formleg vígsla brúarinnar er áætluð þann 13. júlí næstkomandi.
Það gleður Ístak hf. svo sannarlega að brúin sé klár og almenningur geti keyrt um nýja tvíbreiða brú á leið sinni yfir Stóru Laxá.

Heimild: Facebooksíða Ístaks hf.