Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Svakalegur áhugi á hverfinu

Svakalegur áhugi á hverfinu

429
0
Fyrsta húsið er að rísa í Gróttubyggð, vestast á Seltjarnarnesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég hef nú oft verið í eft­ir­sótt­um verk­efn­um en engu eins og þessu. Það er svaka­leg­ur áhugi á þessu hverfi.

<>

Sem er svo sem ekki skrítið enda er ekki mikið um ný­bygg­ing­ar á Nes­inu og þetta er frá­bær staður,“ seg­ir Gylfi Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri Já­verks, sem bygg­ir nú í Gróttu­hverfi vest­ast á Seltjarn­ar­nesi.

mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fyrsta húsið er tekið að rísa í þessu nýja hverfi þar sem um 170 íbúðaein­ing­ar munu verða. Já­verk mun byggja tvö fjöl­býl­is­hús með 24-26 íbúðum og þrjú fjór­býl­is­hús.

„Við erum núna að byrja á fyrra fjöl­býl­inu og það mun taka um það bil tíu mánuði að steypa upp. Fyrstu íbúðirn­ar fara því í sölu eft­ir rúmt ár, eða í upp­hafi árs 2024,“ seg­ir Gylfi.

Heimild: Mbl.is