Home Fréttir Í fréttum Skúli vinnur að byggingu hótels við Jökulsárlón

Skúli vinnur að byggingu hótels við Jökulsárlón

690
0
Skúli Gunnar Sigfússon athafnamaður Ljósmynd: Birgir Ísl. Gunnarsson

Hótelið sem verður skammt frá Jökulsárlóni kann að verða allt að 150 herbergi.

<>

Skúli Gunnar Sigfússon, sem á m.a. Subway á Íslandi, vinnur nú að því að reisa allt að 150 herbergja hótel og þjónustumiðstöð á Reynivöllum við Jökulsárlón.

Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykkti nýverið ósk um aðalskipulagsbreytingu sveitarfélagsins vegna málsins þar sem hámarksfjöldi herbergja við fyrirhugað hótel var fjölgað úr 100 í 150.

Samkvæmt gögnum sem Skipulagsstofnun birti í upphafi þessa árs hefur staðið til að byggja 1.000 fermetra verslunar- og þjónustu rými til viðbótar við 4.800 fermetra hótel á tveimur hæðum.

Skúli hefur um nokkurra ára skeið átt jörð að Reynivöllum og haft uppi áform um hótel og þjónustumiðstöð á Reynivöllum sem er um tíu kílómetra austan við Jökulsárlón.

Í nóvembermánuði stofnaði hann svo félagið Hótel Jökulsárlón ehf. með aðsetur að Reynivöllum.

Heimild: Vb.is