Forkólfar Ríkiskaupa leita nú að nýju húsnæði fyrir starfsemi Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands.
Heyrnarog talmeinastöð hefur hefur verið til húsa í Valhöll við Háaleitisbraut í á fimmta áratug sem hentar starfseminni ekki lengur.
„Aðstaðan þar hefur verið ófullnægjandi um skeið og nánast ónothæf undanfarin misseri vegna framkvæmda á lóð, aðgengismála og þrengsla,“ segir í tilkynningu hins opinbera sem leitar að allt að 850 fermetra aðstöðu fyrir stöðina.
Hátt í tuttugu þúsund manns treysta á þjónustu stofnunarinnar, sem skráir árlega um 23 þúsund samskipti við þjónustuþega sína sem glíma ýmist við mikla eða algera heyrnarskerðingu, eða eiga örðugt með tal.
„Nú er leitað að nútímalegu húsnæði fyrir stöðina,“ segir í tilkynningunni og bent á að starfsemi stöðvarinnar felist meðal annars í heyrnarmælingum „og er hljóðvist og kröfur til innri rýma því ítarlegri og meiri en ef um almennt skrifstofuhúsnæði væri að ræða.“
Á lóð Valhallar er í byggingu 5.000 fermetra hús á nokkrum hæðum sem rýma á tæplega 50 íbúðir og skrífstofur.
Heimild: Frettabladid.is