Fjögur tilboð bárust í viðamiklar gatnaframkvæmdir sem fyrirhugaðar eru í Skógarhverfi 3C og 5 á Akranesi.
Á fundi skipulags – og umhverfisráðs sem fram fór þann 14. nóvember var samþykkt að leggja það til að samið verði við lægstbjóðanda.
Eins og áður segir bárust fjögur tilboð í verkið.
Töluverður munur var á hæsta og lægsta tilboðinu – en öll tilboðin voru hærri en 1000 milljónir kr. eða einn milljarður.
Hæsta tilboðið var frá Stéttarfélaginu ehf. eða tæplega 1,6 milljarðar kr.
Þróttur ehf. var með næst hæsta tilboðið eða rúmlega 1,1 milljarður kr.
ÍAV ehf.var með næst lægsta tilboðið, 1.08 milljarður kr.
Lægsta tilboðið var frá Borgarverk ehf. – rétt rúmlega 1.052 milljónir kr.
Borgarverk ehf. kr. 1.052.350.000 kr.
ÍAV ehf. kr. 1.088.156.873 kr.
Þróttur ehf. kr. 1.106.331.850 kr.
Stéttafélagið ehf. kr. 1.590.743.500 kr.
Heimild: Skagafrettir.is