Uppbygging við Útgarð 2 gengur vel hjá aðalverktakanum Trésmiðjunni Rein, sem þar reisir fyrir félagið Naustalæk, níu íbúða hús fyrir 55 ára og eldri.

Allar íbúðirnar eru með stæði í bílastæðahúsi og geymslu í kjallara. Einnig verða allar íbúðirnar með svalaskjóli. Rafmagnsopnun verður á umgengnishurðum og lagnir í bílageymslu fyrir rafmagnsbíla þar sem hægt verður að tengja hleðslustöðvar íbúa.

Áætlaður afhendingartími íbúða er 29.febrúar 2024 kl.14:00
Flestar íbúðirnar eru þegar seldar en þeir sem eru að leita sér að húsnæði eru hvattir til að hafa samband við hann Hermann Aðalgeirsson fasteignasala hjá Lögeign sem getur bætt á biðlistann ef e.h. forföll verða.

Steinsteypir sér um alla jarðvinnu, steypu og lóðafrágang í samvinnu við aðalverktakann.

Heimild: Facebooksíða Steinsteypis