Home Fréttir Í fréttum Skóflustunga tekin að 24 íbúða húsi við Asparskóga 3

Skóflustunga tekin að 24 íbúða húsi við Asparskóga 3

211
0
Fulltrúar bæjaryfirvalda og verktaka tóku fyrstu skóflustungurnar síðdegis í dag. Ljósm. vaks.

Síðdegis í dag var tekin skóflustunga við Asparskóga 3 á Akranesi þar sem Bjarg íbúðafélag hses. hyggst byggja 24 íbúðir í þremur sjálfstæðum húsum á tveimur hæðum.

<>

Húsin mynda eins konar randbyggð, með garði í miðju sem verður opinn til suðvesturs. Íbúðirnar eru tveggja til fimm herbergja með sérinngangi frá svalagangi.

Húsið verður byggt með svokallaðri box aðferð sem er þannig að boxeiningar eru smíðaðar inni í verksmiðju og nánast fullvinnast að innan, raðast saman á byggingastað og eru síðan klædd að utan á staðnum.

Tölvugerð mynd af sams konar húsi og byggt verður. Ljósm. aðsend

Fyrstu íbúðir verða afhentar á fjórða ársfjórðungi 2023 og þær síðustu á öðrum ársfjórðungi 2024.

Verktaki er Eðalbyggingar og SG hús á Selfossi og arkitekt er Svava Jóns arkitektur og ráðgjöf. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri segir í samtali við Skessuhorn að þarna sé enn eitt skrefið stigið í átt að öruggum og hagfelldum leigumarkaði á Akranesi.

Heimild: Skessuhorn.is