Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir ganga vel hjá Höfða Lodge á Grenivík

Framkvæmdir ganga vel hjá Höfða Lodge á Grenivík

347
0
Sjá nánari myndir af því hvernig hótelið mun koma til með að líta út á heimasíðunni hofdilodge.com

Höfði Lodge er lúxus hótel sem rísa mun við Grenvík. Verkefnið hefur verið í vinnslu í ein sjö ár en stefnt er á að hótelið opni eftir rúmlega ár.

<>

Þegar N4 var á ferðinni á byggingarstað í október var verið að reisa starfsmannahús sem mun hýsa verkamenn meðan verið er að byggja hótelið en síðar mun starfsfólk á hótelinu búa þar. Þá var líka byrjað að steypa grunninn að sjálfu hótelinu sem og slá upp fyrir hesthúsi.

Að sögn Björgvins Björgvinssonar, meðeiganda af Höfði Lodge, verður hótelið um 6000 fm að stærð með 40 herbergjum en stefnt er að því að hótelið opni um áramótin 2023-24.

Björgvin segir að þar sem hótelið sé mjög flókin bygging þá hafi verkefnið verið tímafrekt. Hótelið er eins og fugl í laginu, er í raun á fjórum hæðum en samt bara á tveimur þar sem það fellur inn í landið.

Björgvin sagði nánar frá verkefninu og stöðunni á því í þættinum Að norðan og má sjá viðtalið við hann í heild sinni hér fyrir neðan.

Spa, golfhermir og hesthús

Auk hótelherbergjanna, sem eru í stærri kantinum og eru öll með sjávarsýn, verða líka tveir fundarsalir, spa aðstaða, golfhermir, inni- og útisundlaug, veitingastaður, vínherbergi, og fleira á hótelinu.

Björgvin segist reikna með því að helstu viðskiptavinir verði vel efnaðir erlendir gestir sem komi til Íslands til að skíða með fyrirtækinu þeirra Viking heliskiing. Ef ekki er skíðafæri þá verður nóg annað við að vera fyrir gesti. Tveir þyrlupallar verða við hótelið og hesthús fyrir 16 hesta.

Heimild: N4.is