
Vonast er til að þess byggingarframkvæmdir við Austurbrú á Akureyri verði til þess að framlengja miðbæjarsvæði bæjarins í átt að Samkomuhúsinu.
Framkvæmdir á Austurbrúarreitnum svokallaða í miðbæ Akureyrar eru á fullu þessa dagana, þar sem áður var ekkert nema malarplan. Reiknað er með 65 íbúðum á reitnum.
„Þar að auki erum við að byggja 15-20 hótelíbúðir sem verður við Hafnarstrætið. Þar verður þjónusta á neðstu hæðinni, veitingasalir væntanlega og fleira,“ segir Jón Ebbi Halldórsson hjá JE Skanna, en hann er byggingarstjóri framkvæmdanna.
Reiturinn er mitt á milli göngugötunnar í miðbænum og Samkomuhússins sem margir kannast við.
„Hugmyndin er að tengja þetta miðbænum, íbúðir og atvinnustarfsemi og færa lífið svona aðeins lengra í þessa áttina úr göngugötunni og gera þetta að einni stórri heild,“ segir hann.
Mögulegir kaupendur eru þegar farnir að spyrjast fyrir um íbúðirnar.

AXEL DARRI ÞÓRHALLSSON
„Það stendur hvorki til að hvorki verðleggja þetta né selja þetta strax. Hins vegar hefur fólk haft möguleika á að setja sig á lista sem mögulega kaupendur og það hafa bara hrannast inn fyrirspurnir og í mun meira mæli en við áttum von á,“ segir Jón Ebbi.
Hvað haldið þið að þett taki langan tíma, hvenær fáum við að sjá einherja mynd á þetta hérna?
„Þetta fer nú að sjást mjög mikið á næsta ári. Uppsteypa, stór hluti af henni búinn á þessu ári. Þá fer nú mikið að sjást en það er alltaf mikið eftir þar til að það verður flutt inn í þetta. Ætli það verði ekki farið að flytja inn í fyrstu íbúðir eftir svona tvö ár.“
Hér má sjá kynningarmyndband þar sem sjá má fyrirhugað útlið bygginganna.
Heimild: Visir.is