F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í:
Brekknaás – gatnagerð og lagnir, útboð 15498
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 13:30, 12. apríl 2022. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“ eða „Register“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00, 5. maí 2022.
Stutt lýsing á verkinu :
Verkið felur í sér gatna- og stígagerð í nýjum íbúðakjarna við Brekknaás. Í þessum áfanga verður lagt eitt malbikslag á götur en stígar verða byggðir upp en jöfnunarlagi og malbiki sleppt.
Vinna fyrir Veitur felst í lagningu fráveitu, vatnsveitu, hitaveitu og raflagna. Tengja þarf hitaveitu við gatnamót Selásbrautar og Þverás og til þess þarf að þvera Selásbrautina.
Ný fráveita og vatnsveita liggur að miklu leiti í núverandi götustæði Brekknaás (aðkomu að leikskóla) en einnig þarf að tengja vatnsveitu í götustæði Selásbrautar. Rífa á núverandi hitaveitubrunn í gatnamótum Selásbrautar og Þverás.
Í verkinu er einnig vinna fyrir fjarskiptafyrirtækin.
Verklok: 31.ágúst 2022.
Helstu magntölur eru:
- Gröftur og uppúrtekt 5.100 m3
- Fyllingar 2.800 m3
- Malbikun 1.000 m2
- Fráveita 120 m
- Hitaveita 680 m
- Vatnsveita 190 m
- Raflagnir 3600 m
- Ljósastaurar 20 stk