Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Stórar framkvæmdir hafnar í Laugardal

Stórar framkvæmdir hafnar í Laugardal

224
0
Mynd: Frettabladid.is

Framkvæmdir við tvo nýja gervigrasvelli Þróttar á „Valbjarnarsvæði“ eru hafnar og verður um að ræða mikla búbót fyrir félagið.

<>

Jarðvegsvinnu á að ljúka þann 20. maí og hefst þá vinna við lagningu á gervigrasinu og uppsetningu á ljósamöstrum kemur svo í beinu framhaldi.

Uppbygging á svæði Þróttar hefur lengi verið til umræðu en þær fara nú af stað af miklum krafti.

Vellirnir tveir verða staðsettir fyrir aftan Laugardalsvöllinn þar sem íslensku landsliðsin í knattspyrnu spila.

Ákall er um frekari framkvæmdir í þessu hverfi en ekkert íþróttahús í fullri stærð er á svæðinu sem börnin í hverfinu hafa aðgang að.

heimild: Frettabladid.is