Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Tvær línur í Neskaupstað í gagnið í sumar

Tvær línur í Neskaupstað í gagnið í sumar

193
0
Unnið að uppsetningu fjögurra þurrkara í nýja verksmiðjuhúsinu. Ljósmynd/Smári Geirsson

Bygg­ing nýs 2.000 fer­metra verk­smiðju­húss við fiski­mjöl­verk­smiðju Síld­ar­vinnsl­unn­ar á Nes­kaupstað miðar vel. Ný­lega var lokið við skor­stein verk­smiðjunn­ar og er nú unnið að því að ljúka við klæðningu stál­grind­ar húss­ins, að því er seg­ir í færslu á vef fyr­ir­tæk­is­ins.

<>

Um er að ræða lið í um­fangs­mik­illi fjár­fest­ingaráætl­un er miðar að upp­bygg­ingu í Nes­kaupstað fyr­ir 4,8 millj­arða króna. Til­kynnt var um áformin í janú­ar á síðasta ári.

Haf­in er vinna við að koma upp vél­búnaði verk­smiðjunn­ar og hef­ur fjór­um þurrk­ur­um þegar verið komið fyr­ir á und­ir­stöðum.

Fyrsti liður fram­kvæmd­anna er að koma upp lít­illi verk­smiðju með tvær fram­leiðslu­lín­ur sem af­kasta 190 tonn­um hvor og mun því af­köst á sól­ar­hring nema 380 tonn­um. Áætlan­ir gera ráð fyr­ir að fyrri lín­an verði kom­in í gagnið í lok júní og sú síðari í ág­úst.

„Þess­ari litlu verk­smiðju­ein­ingu er fyrst og fremst ætlað að vinna af­sk­urð frá fiskiðju­veri Síld­ar­vinnsl­unn­ar auk þess sem hún mun nýt­ast vel til þró­un­ar­verk­efna en fyr­ir­hugað er að leggja áherslu á vinnslu á verðmæt­ari afurðum en hingað til hafa verið fram­leidd­ar í fiski­mjöls­verk­smiðjum,“ seg­ir í færsl­unni.

Stór­auk­in af­köst
Í kjöl­far þess að vinnu verður lokið við smærri ein­ing­una verður haf­ist handa við að stækka og fram­kvæma end­ur­bæt­ur á nú­ver­andi verk­smiðju fyr­ir­tæk­is­ins.

Þegar því er lokið er áætlað að hún muni geta af­kastað um 2.000 tonn á sól­ar­hring og verður þá heild­araf­kasta­geta Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað 2.380 tonn á sól­ar­hring, en af­kasta­get­an nú er 1.400 tonn á sól­ar­hring.

Það er dótt­ur­fé­lag vélsmiðjunn­ar Héðins, HPP, sem smíðar verk­smiðjuna en fyr­ir­tækið hef­ur þróað sér­hæfðar lausn­ir fyr­ir verk­smiðjur af þess­um toga. Sér­stak­ir eig­in­leik­ar lausn­ar HPP fel­ast meðal ann­ars í því að stærð búnaðar­ins er 30% minni og þarf því minna pláss og bætt ork­u­nýt­ing auk þess að geta fram­leitt mjöl og lýsi til mann­eld­is.

Nýja verk­smiðju­húsið við er fremst á mynd­inni. Af­kasta­geta Síld­ar­vinnsl­unn­ar á Nes­kaupstað verður kom­in í 2.380 tonn á sól­ar­hring við árs­lok 2023. Ljós­mynd/​Guðlaug­ur B. Birg­is­son

Tölu­verður orku­sparnaður
Full af­köst stærri verk­smiðjunn­ar munu nást und­ir lok árs­ins 2023 og er gert ráð fyr­ir að hinn nýi búnaðir skili tölu­verðum orku­sparnaði. „Að auki er afar orku­spar­andi að geta keyrt litlu verk­smiðjuna þegar ekki er þörf á mikl­um af­köst­um,“ seg­ir í færsl­unni.

Vak­in er at­hygli á að fjöldi fyr­ir­tækja hafa komið að upp­setn­ingu verk­smiðjunn­ar til þessa.

„Verk­fræðifyr­ir­tæk­in Mann­vit og Efla eiga mik­inn þátt í þeim ásamt verk­taka­fyr­ir­tækj­un­um Haka, Nestaki, Fjarðalögn­um, Land­stólpa og Héðni. Land­stólpi annaðist bygg­ingu nýja stál­grind­ar­húss­ins og all­ur vél­búnaður er keypt­ur af Héðni og HPP eða í sam­starfi við Héðin.

Fleiri verk­taka­fyr­ir­tæki munu koma að fram­kvæmd­un­um síðar.“

Heimild: Mbl.is