Home Fréttir Í fréttum Baðlón og baðhús í Hveradölum kosta 6 milljarða króna

Baðlón og baðhús í Hveradölum kosta 6 milljarða króna

293
0
Baðlónið og baðhúsið verða skammt frá hringveginum.

Fé­lagið Hvera­dal­ir ehf. hef­ur birt um­hverf­is­mats­skýrslu vegna fyr­ir­hugaðs baðlóns og baðhúss í Stóra­dal á Hell­is­heiði, ná­lægt skíðaskál­an­um í Hvera­döl­um.

<>

Þar kem­ur fram, að stefnt er að því að hefja fram­kvæmd­ir á þessu ári og að fram­kvæmda­tími sé áætlaður 3-4 ár. Kostnaður við upp­bygg­ing­una í heild sinni er áætlaður um 6 millj­arðar króna

Gert er ráð fyr­ir að baðlónið verði allt að 6 þúsund fer­metr­ar og baðhúsið um 4 þúsund fer­metr­ar. Það verður á tveim­ur hæðum og með kjall­ara fyr­ir tækja­búnað. Einnig er gert ráð fyr­ir bíla­stæðum fyr­ir allt að 300 fólks­bíla og 10 rút­ur.

Upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir að 120 her­bergja hót­el yrði hluti fram­kvæmd­ar­inn­ar, en hætt hef­ur við þann hluta auk áhalda­húsa sem áttu að rísa við Skíðaskál­ann.

Vatn­inu skilað aft­ur

Orku­veita Reykja­vík­ur er eig­andi lands­ins en Hvera­dal­ir ehf. hafa gert samn­ing við Orku­veit­una um leigu 46 hekt­ara lóðar við Skíðaskál­ann í Hvera­döl­um, sem var und­ir­ritaður 2014.

Skilju­vatnið sem notað verður í baðlón­inu kem­ur frá Hell­is­heiðar­virkj­un og frá lón­inu verður baðvatni skilað sömu leið aft­ur til virkj­un­ar­inn­ar og fargað með niður­dæl­ingu í jarðhita­kerfið ásamt öðru skilju- og þétti­vatni virkj­un­ar­inn­ar.

Heimild: Mbl.is