Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Óðinsbryggjan gamla er að hverfa

Óðinsbryggjan gamla er að hverfa

78
0
Stórvirkri gröfu hefur verið komið fyrir á prammanum og rífur hún Óðinsbryggjuna, fjöl fyrir fjöl. Ný bryggja verður síðan byggð og á hún að vera tilbúin í mars á næsta ári. mbl.is/sisi

Ný­lega var haf­ist handa við að rífa Óðins­bryggj­una, gamla tré­bryggju sem er milli Sjó­minja­safns­ins og Kaffi­vagns­ins. Bryggj­an var dæmd ónýt og verður sams kon­ar bryggja byggð í henn­ar stað.

Faxa­flóa­hafn­ir buðu fyrr á ár­inu út end­ur­bygg­ingu Óðins­bryggju. Tvö til­boð bár­ust og voru bæði yfir kostnaðaráætl­un, sem hljóðaði upp á 82 millj­ón­ir króna.

Töng ehf. bauðst til að vinna verkið fyr­ir rúm­ar 156 millj­ón­ir og Aðal­vík fyr­ir tæp­ar 117 millj­ón­ir. Samið var við Aðal­vík á grund­velli til­boðsins. Verklok eru sett 31. mars 2022.

Reynt er að haga verktím­an­um þannig að sem minnst rösk­un verði yfir sum­ar­tím­ann þegar aðsókn er meiri í Sjó­minja­safnið og í Óðin, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Magnús­ar Þórs Ásmunds­son­ar hafn­ar­stjóra.

Harðviður verður notaður í nýju bryggj­una og voru kaup­in einnig boðin út. Sex til­boð bár­ust og var það lægsta 270 þúsund evr­ur, eða ná­lægt 40 millj­ón­um ís­lenskra króna.

Við verkið er notaður öfl­ug­ur prammi í eigu Faxa­flóa­hafna en hann hef­ur reynst drjúg­ur við ýms­ar fram­kvæmd­ir á höfn­un­um und­an­farna ára­tugi.

Þetta var upp­haf­lega ekju­brú fyr­ir farþega­skipið Eddu og síðar var hún líka notuð fyr­ir ekju­skip­in Álafoss, Eyr­ar­foss og enn síðar Lax­foss og Brú­ar­foss.

Sum­arið 1983 hófu Eim­skip og Haf­skip rekst­ur bíla­ferj­unn­ar Eddu sem sigldi milli Reykja­vík­ur, Newcastle í Bretlandi og Brem­er­haven í Þýskalandi.

Skipa­fé­lög­in stofnuðu sam­eig­in­lega dótt­ur­fyr­ir­tækið Far­skip gagn­gert til þess. Edda gat tekið 900 farþega og 160 bíla. Hún kom í fyrsta skipti til Reykja­vík­ur 1. júní en rekstri var hætt 15. októ­ber, enda varð nokk­urt tap af rekstr­in­um.

Fjór­ar tré­bryggj­ur í Vest­ur­höfn­inni
Í Vest­ur­höfn Gömlu hafn­ar­inn­ar í Reykja­vík eru fjór­ar timb­urbryggj­ur. Sú nyrsta, Síld­ar­bryggj­an við Mars­hall­húsið, hef­ur verið breikkuð og end­ur­bætt á síðustu ára­tug­um og telst í þokka­legu ástandi.

Innri bryggj­urn­ar þrjár, við Kaffi­vagn­inn, kall­ast einu nafni Ver­búðabryggj­ur. Ytri bryggj­urn­ar tvær voru end­ur­nýjaðar upp úr 1990.

Innsta bryggj­an við Sjó­minja­safnið hef­ur lítið viðhald fengið síðustu ára­tugi. Hún var dæmd ónýt árið 2018 og ákvað stjórn Faxa­flóa­hafna að láta vinna að hönn­un nýrr­ar bryggju og nú er komið að fram­kvæmd­um. Bryggj­an verður 60 metra löng og sjö metra breið timb­urbryggja á timb­urstaur­um.

Óðins­bryggja var illa far­in. mbl.is/​sisi

Við gömlu bryggj­una hafa legið varðskipið Óðinn og drátt­ar­bát­ur­inn Magni und­an­far­in ár, en bæði þessi skip hafa verið tek­in úr notk­un. Hef­ur bryggj­an oft verið nefnd Óðins­bryggja, enda er skipið nú eins kon­ar sjó­minja­safn. Meðan á niðurrifi stend­ur ligg­ur Óðinn við Síld­ar­bryggj­una en gamli Magni við Ægis­garð.

Tók þátt í þrem­ur þorska­stríðum
Varðskipið Óðinn kom til lands­ins 27. janú­ar 1960 en hann var smíðaður í Ála­borg í Dan­mörku árið 1959. Óðinn tók þátt í öll­um þrem­ur þorska­stríðunum á 20. öld­inni. Síðasta sigl­ing­in á veg­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar var far­in í júní 2006 og nú er Óðinn hluti af Sjó­minja­safn­inu Grandag­arði.

Meðan á fram­kvæmd­um stend­ur er Óðinn við Síld­ar­bryggj­una, ná­lægt Brimi. mbl.is/​sisi

Drátt­ar­bát­ur­inn Magni var smíðaður í Stálsmiðjunni í Reykja­vík 1954 og hannaður af Hjálm­ari R. Bárðar­syni skipa­verk­fræðingi (1918-2009) fyr­ir Reykja­vík­ur­höfn. Hann var í notk­un til 1986. Magni var fyrsta stál­skipið sem Íslend­ing­ar smíðuðu.

Heimild: Mbl.is

 

Previous articleBreikka kafla hringvegar í Mosfellsbæ
Next article18.01.2022 Íþróttamiðstöð Fram – Gervigras